Leita í fréttum mbl.is

Loksins kominn háttatími

Ég er fegin því að það er komið kvöld. Ég er búin að vera í bassli með soninn í dag, hann vildi ekki í skólann í morgun, hann ætlaði ekki í skólann í morgun og hann fór ekki í skólann í morgun. Ég veit ekkert hvað ég á að gera við hann, pabbi hans hringdi í kvöld og hann ætlar eitthvað að reyna að ræða við hann um helgina. Ég ætla að vona að það gangi eitthvað áður en ég hreinlega spring.

Annars var þetta frekar rólegur dagur. Ég þvoði 3 þvottavélar aðallega af undirdýnum, lökum og rúmfötum. Vaskaði upp í næði á meðan ég eldaði matinn í kvöld og svo eftir kvöldmatinn. Tók til í blessaðri ruslaskúffunni og henti og henti drasli úr henni. Ég skil ekki þessa endalausu söfnunaráráttu hjá mér. Taldi dósir og flöskur, en við erum einmitt að safna dósum of löskum og ætlum svo að fara í utanlandsferð fyrir ágóðann. Þá förum við saman ég krakkarnir, barnabarnið og tengdasonurinn. En það verður ekki fyrr en þar næsta sumar, þannig að við höfum nægan tíma til að safna.

Tumi og Patti voru svo ánægðir þegar við komum heim í gær og þeir eru ennþá að sniglast íkringum okkur og mala, Kormákur var einmitt að tilkynna mér fyrr í kvöld að hann vildi að hann væri Tumi. Þá væri alltaf verið að klappa honum og hann þyrfti ekki að gera annað en að borða, sofa og mala. Ég get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegt líf, þá held ég að ég kjósi frekar mitt þó að það sé einfalt og tilbreytingalaust.

Jæja, nógí bili. Ætla að fara að skríða undir feld. Takk fyrir lesninguna og góða nótt og bless þangað til næst.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ skvís!Hann er aldeilis ákveðin drengurinn þinn  Það er alls ekki nógu gott mál þetta með skólann,og pilturinn bara 7 ára en drengurinn minn byrjaði eitthvað seinna á þessu en það er erfitt að eiga við þetta,þetta er greinilega einhver skólakvíði en það gæti tengst námsefninu eða stríðni eða margt annað og ég mæli með að reynt verði að finna ástæðuna fyrir þessu sem fyrst, þetta verður alltaf erfiðari með árunum,flott að pabbinn ætli að spjalla um þetta við drenginn sinn  Hafið það sem best og nú verðum við bara að standa okkur í að koma börnunum í skólann  en ég ætla að fylgja mínum á morgunn og dvelja hjá honum í 2 tíma eða svo en það kemur fyrir að ég geri þetta svona.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband