Leita í fréttum mbl.is

Hverjir þora að svara ??

Það hefur alltaf verið stórmál að viðurkenna að fólk fari með bænir á kvöldin. Það er eins og það skammist sín fyrir það. Ég tala við Guð á kvöldin, ýmist í hljóði eða upphátt. Þegar ég er búin að biðja hann um eitthvað, þakka honum fyrir og slíkt þá fer ég með Faðir Vorið.

Hverjir hérna þora að viðurkenna að þeir fari með bænir eða tali við Æðri mátt ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Ekki á hverju kvöldi en oft og alltaf með börnunum.......og tel að miklu fleiri en færri fari með bænir.......þora ekki að viðurkenna það. Tel meir að segja að allir hafi einhverju sinni farið með bæn um ævina.

Gísli Guðmundsson, 28.11.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega, fólk vill ekki viðurkenna það, en af hverju ekki ? Er það eitthvað til að skammast sín fyrir að tala við Guð ?

Það hafa allir heyrt um Guð og allir einhver tímann talað um hann, og ég sé enga ástæðu til þess að skammast mín fyrir að tala við hann. Ekki það samt að ég sé einvher ofsatrúi, alls ekki. Fer meira að segja ekki í kirkju á hverju ári en veit að ég hefði gott af því að fara oftar.

Linda litla, 28.11.2007 kl. 09:28

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hva afhverju ætti fólk að skammast sín fyrir að fara með bænir,ennþá fer ég með bænir allavega faðir vorið

Guðný Einarsdóttir, 28.11.2007 kl. 10:36

4 identicon

'eg þori  og viðurkenni og bið stundum fyrir öðrum

Habby (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Auðvitað fer ég með bænir, get ekki með nokkru móti komist í gegnum lífið öðruvísi

Takk fyrir í dag

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 19:50

6 identicon

Ég bið til guðs og góðra vætta,oft á dag og skammast mín bara ekkert fyrir það-mér finnst það gott og bara frekar töff.

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband