Leita í fréttum mbl.is

Það styttist í Fidel Castro

Jæja, þetta er búin að vera ágætis helgi. María er búin að vera hjá mér síðan á miðvikudag og erum við búnar að versla og versla jólagjafir alveg til hægri og vinstri og svo var ég sett í að pakka inn í dag, þar sem að dótturinn þykist ekki kunna að pakka inn. Við fórum í bíó á föstudagskvöldið og fórum á myndina "Dan in real life" hún var ágæt, en ekkert geðveikislega fyndin.

Ég gaf Kormáki 3 leikhúsmiða á Gosa áður en hann fór til pabba síns, þannig að hann, Ragnar bróðir hans og pabbi hans gætu farið saman í leikhús um helgina. Ég hef ekki hott Kormák ennþá þannig að ég veit ekki hvernig var, en ég er reyndar alveg viss um að það hafi verið gaman.

Nú styttist í Kúbuferðina, við erum komnar með alveg helling af dóti sem að við ætlum að gefa. Rétt áðan kom kona frá Selfossi með fullan poka fyrir okkur til að taka með og gefa. Ég auglýsti nefnilega á www.barnaland.is og fékk mjög góð viðbrögð þar. Já, við fljúgum á aðfaranótt miðvikudags, þannig að það verður ekkert sofaið á þriðjudagsnóttina. Þetta er eiginlega góðgerðarferð en ekki skemmtiferð. En við eigum eftir að njóta þess að gefa fólkinu gjafir, það er einmitt það sem að ég hlakka mest til held ég.

Jæja, annars segi ég þetta bara nóg í bili og hafið það gott þangað til næst. Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þetta er nú bara alveg að skella á hjá ykkur vinkonunum,ótrúlegt hvað tímin er fljótur að líða af því mér finnst svo langt síðan þú sagðir mér frá Kúbuferðinni

Guðný Einarsdóttir, 3.12.2007 kl. 07:24

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ skvís ! Hvernig ferð er þetta sem þið eruð að fara í ? en þú varst að tala um að þið færuð með dót með ykkur,sem væri búið að safna...

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Linda litla

Við ætluðum við að fara í hálfs mánaðar skemmtiferð, njóta lífsins slaka á í sólinni og skoða Kúbu. Eiga yndislegan tíma barnlaus og frjáls.

 En svo datt okkur í hug að auglýsa eftir dóti s.s. skriffærum, snyrtivörum, ilmvatni, sápu, tannbursta, tannkremi, skrifblokkum og fleiru til að gefa fólki á Kúbu, fátæktin er svo rosalega mikil. Fara í skóla með ýmislegt dót.

Fólk brást svo vel við auglýsingunum að við erum komnar með þvílíkt magn af alls konar dóti. Þannig að í rauninni er þetta eins og góðgerðarferð hjá okkur. Mál og menning gáfu okkur heilmikið og Lush gaf okkur líka í 1. poka. Við auglýstum á barnalandi eftir gefins dóti.

Þessi "litla" söfnun okkar, gekk vonum framar. Og við vonum og vitum að þetta á eftir að koma að góðum notum og vekja mikla lukku hjá innfæddum.

Linda litla, 3.12.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ hvað þetta er fallegt hjá ykkur  Er ekkert erfitt að fljúga með þetta út?

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Linda litla

Við förum fjórar saman og megum hafa með okkur 80 kg, og svo líka handfarangur. Það góða við þetta er að við komum ekki með þetta heim aftur he he he vonandi eitthvað annað

Já og við erum líka svo spenntar fyrir því að gefa fólkinu gjafir, þar sem að við vitum að það verður ánægt.

Dóttir mín fór til Kúbu í apríl og þau gáfu þjónustustúlkunni á hótelinu spjald af verkjatöflum og hún vildi ekki meira tips sem eftir var að ferðinni, hún var svo glöð með það. Maður getur eiginlega ekki ímyndað sér fátæktina þarna.

Linda litla, 3.12.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband