Leita í fréttum mbl.is

Við förum með gjafir handa fátækum.

Jæja !!!!! Þá er komið að því Grin Eftir tvo tíma leggjum við í hann til Keflavíkur. Við erum búnar að vera duglegar að setja gjafir í poka handa Kúbubúum. Það tók dágóðann tíma að setja allt í poka, en þetta var stemming og jólalög hljómuðu undir. 100_0712100_0714100_0713Þetta voru örugglega um hundrað pokar sem við settum í, bæði krakkapokar og svona pokar fyrir konur. Svo erum við með helling að dóti sem við ætlum að fara með í skóla. Þ.á.m. 150 stk af stílabókum. Söfnunin gekk rosalega vel, það eru t.d. tannkremstúpa í hverjum einasta gjafapoka.

Við förum fjórar til Kúbu. Það eru ég og Vigga vinkona og Hrafnhildur mamma hennar Viggu og Stella vinkona hennar. Auðvitað tókum við myndir af okkur til að setja hér á síðuna kvöldið sem við förum. 100_0710100_0717100_0718100_0711 Kormákur fór til pabba síns í dag og ætlar að vera hjá honum í nótt og svo kemur María á morgun og verður hérna heima á meðan ég er úti. Og það er eins gott fyrir að koma ekki með barnabarnið á meðan af því að ég ætla að vera viðstödd fæðingu þess.

Tumi og Patti eru reyndar ekki alveg sáttir við það að við skulum vera að yfirgefa þá. Þeir eru búnir að heltaka ferðatöskurnar og neita að færa sig af þeim, eins og þið sjáið. 100_0715Og svona rétt í restina ætla ég að segja ykkur frá afmælinu hans Markúsar sem að við héldum upp á í dag, en Markús varð einmitt 1. árs í dag. Og fyrir þá sem ekki vita það þá er Markús kanínubangsinn hans Kormáks. Afmælið gekk alveg dúndur vel og komu nokkrir afmælisgestir og komu allir gestirnir með bangsa í afmælið. Hér var á boðstólnum nammi-skúffukaka, pönnukökur og mjólk og svo pepsi max og kaffi fyrir fullorðna. 000_0044 Annars er þetta bara orðið gott í bili, enda styttist í að við förum á flugvöllinn (tengdó keyrir okkur). Hafið þið gott elskurnar þangað til næst, en ég ætla að reyna að blogga eitthvað á Kúbu. Bæ bæ

Kv. Linda litla bráðum sólbrúna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð algjörlega yndislegar!  Það munu aldeilis margir njóta þess að þið séuð að koma.  Guð maður fær alveg svona föðmunarlöngun á ykkur. Góða ferð stelpur mínar og hafið það gott  

Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: Dísaskvísa

Góða ferð föðm og öpl.

Dísaskvísa, 5.12.2007 kl. 01:44

3 identicon

Góða ferð, Linda mín, og hafðu það sem allra best!

Anna Margrét (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:45

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Það verða margir Kúbubúar hamingjusamir eftir að þið hafið farið þar um...Góða ferð og skemmtunn

Guðný Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband