Leita í fréttum mbl.is

Ferðasagan.

Já Kúba er yndisleg og fólkið á Kúbu er enn yndislegra. Það er alveg ljóst að við vinkonurnar eigum eftir að fara þangað aftur og á Las Morlas aftur hotelið sem að nýju vinir okkar eru að vinna á. Það er alveg magnað, við eignuðumst frábæra og góða vini þarna. Sumir eru að strkja sos þorpin og fleira, en við Vigga erum með nokkar adressur hjá fólki á Kúbu sem að við ætlum okkur að styrkja í framtíðinni. Það er ekki minna en það.

Við lentum í Varadero um klukkan hálf eitt miðvikudaginn 5 desember. Það var svakalegur hiti, fyrsti furðusjónin var löggubíll og eru þeir ekki í líkindum við löggubílana hérna heima. Þessi löggubíll var hvít Lada. En það er einmitt mikið af Lödum á Kúbu, margir leigubílar eru af þeirri gerð og ég held að fyndnasta Ladan sem við sáum var svona Lada limmó, það fannst okkur mjög sérstakt og fyndið. Við sáum líka Lödur með topplúgur og spojler, það er mjög sérstakt og málaðar með tripal táknum (ætli það séu ekki gæjarnir sem eru á þeim).

Við fórum á markaði, siglingu á eyju sem að er það fallegasta sem ég hef séð, Caya Blanco eyjan í Karabískahafinu og hafið er ofsalega fallegt. Á leiðinni þangað byrjuðum við að koma við og sulla með höfrungum, það var stutt, hefðum viljað vera lengur, en það var samt æðislegt. Það var matreiddur humar um borð og nammi namm geggjaður. Þegar við nálguðumst eyjuna þá var stoppað og við út í sjó að snorka, það var líka æðislegt að horfa á lífið í sjónum. Að því loknu var siglt í land og stoppað þar í einn-tvo tíma drukkið Pina Colada og borðað, þar var hlaðborð í boði. Þegar líða tók á daginn var siglt til baka og dansað og farið í leikiá bakaleiðinni. Komum heim á hotel, drulluuppgefnar en ánægðar með ferðina.

Einn daginn tókum við okkur bílaleigubíl og skelltum okkur til Havana. Vorum reyndar bara í Old Habana, en það var upplifun. Húsin skelfilega hrörleg og mörg komin að hruni en fólk býr samt í þeim. Fátæktin mikil og fólk þakklátt fyrir allar gjafirnar sem við vorum að færa þeim sem að innhéldu tannkrem, tannbursta, sápur, sjampó, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Við leituðum okkur að heimgistingu til að prófa að búa á Kúbversku heimili. Það var líka mjög spes, rúmin voru ekki þau bestu, engin seta á klósettinu, vatnið í einhverju lamasessi og annað eftir því. En þetta var upplifun sem að við hefðum ekki viljað sleppa. Við fórum í skoðanaferð með hestvagni og var það frábært, maðurinn sagði okkur mikið frá öllum byggingum, kirkjum og slíku þarna.

Einn daginn fórum við í skóla í næsta bæ, og þangað fórum við með 150 stílabækur og skriffæri, yddara, strokleður, liti og ýmislegt fleira. Skólastjórinn sagði okkur að hún mætti ekki taka vi þessu, en hún gerði það samt og ætlaði að koma þessu á staði þar sem að mest væri þörfin en láta samt lítið bera á því.

Sundlaugargarðurinn og hotelströndin voru æði !!! og þar eyddum við miklum tíma. Við vorum í fríu fæði og húsnæði á hotelinu og munar alveg ofsalega um það. Á þriðja degi á Kúbu bilaði myndavélin mín og síðasta kvöldið okkar þarna þá var myndavélinni hennar Viggu stolið með 600 myndum og fullt af myndböndum, þannig að við eigum engar minningar frá ferðinni. En þjófnaðurinn var kærður og við erum að bíða og vona eftir því að þetta eigi kannski eftir að finnast. Það er ekkert verra að vera bjartsýnn.

Annars lentum við í Keflavík á miðvikudagsmorguninn klukkan 6:50 í drullukulda, eða okkur fannst það miðað við að við vorum búnar að eyða tveimur vikum í 30 stiga hita. Við erum ofsalega ánægðar með ferðina og  langar að þakka öllum sem tóku þátt í að láta okkur hafa dót til að færa fólkinu í landinu. Þetta lenti allt á góðum stað og að geta gefið svona frá sér gefur manni mikið, okkur leið vel þegar við gátum hjálpað fólkinu.

Held að þetta sé bara orðið ágætt hjá mér núna. Hafið það gott elskurnar mínar og farið þið varlega í jólastressinu, það ætla ég að gera.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið aldeilis frábært.  Get ég ekki lagt eitthvað af mörkum til að styrkja fólkið með ykkur, þó svo að ég fari ekki til Kúbu í þessu lífi. Eigðu ljúf jól elskan mín með þínu fólki, hlakka til að hitta þig á nýju ári.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gleðileg jól Linda mín

Guðný Einarsdóttir, 23.12.2007 kl. 01:54

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir skemmtilega ferðasögu.

Gott að þú naust þess að fara til Kúbu, mér finnst landið yndislegt. Og svo verðið þið auðvitað að fara aftur til að bæta upp myndirnar, alveg sama hvort vélin finnst eða ekki, er það ekki? Ég fór einu sinni aukaferð til Feneyja til að taka myndir sem ég taldi glataðar eftir hreinsun í tölvunni (góð afsökun, var búin að safna ferðapunktum upp í þetta í 3 ár).  Svo fundust myndirnar af því ég hafði tekið bakköpp á disk, þannig að ferðin var óþörf, en góð ;-)

Gleðileg jól. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.12.2007 kl. 02:15

4 Smámynd: Linda litla

Góð hugmynd Anna, auðvitað skelli ég mér til Kúbu aftur til að taka nýjar myndir. a' er hin fínasta afsökun, annars erum við stöllurnar búnar að ákveða að við eigum eftir að fara þangað aftur eftir 1-2 ár.

Linda litla, 23.12.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband