Leita í fréttum mbl.is

Þorláksmessa

Það er nokkuð ljóst að ég set ekki skötu inn fyrir minn munn í dag frekar en aðra daga. Annars byrjaði ég morguninn á að hella á könnuna og morgunmaturinn var ekki af verri endanum, það var ristað brauð með graflax og graflaxsósu nammi namm. Ekki slæm byrjun á degi það.

Hér er annars allt á hvolfi hjá mér, er þó búin að vaska upp, en allt jóladótið hér er út um allt og á ég eftir að ryksuga og strjúka yfir gólfið og þá mega jólin koma.

Kormákur er alveg að flippa yfir af spenningi hérna, suðar endalaust um að fá að opna bara einn pakka. Sem betur fer er nóg af barnaefni í sjónvarpinu,  það fær hann aðeins til að gleyma pökkunum. Ég var einmitt að enda við að pakka inn tveimur pökkum til hans, en það voru einmitt pakkarnir frá Tuma og Patta og Kormákur sagði að þeta væru greinilega bók og dvd diskur.

Ég fór í Bónus í gærkvöldi og kláraði matarinnkaupin fyrir jólin og kippti með rækjum og rjóma fyrir strákana, þeir verða auðvitað að fá sitt greyjin.

María og Rúnar eru hér ennþá en þau fara í dag/kvöld og koma aftur á jóladag/afmælisdaginn minn. Ég vildi samt að þau væru hérna hjá okkur á aðfangadag, en ég get ekki farið fram á það. Þau verða hjá Rúnars fjölskyldu á aðfangadag. Mér finnst samt að þau ættu að vera hérna. Þetta eru fyrstu jólin síðan María fæddist sem að hún verður ekki hjá mér, ég er viss um að við Kormákur verðum hálf einmana.

Ég henti inn smá bloggi fyrir Kormák áðan, endilega kíkið á síðuna hans, honum finnst svo gaman að sjá hverjir kvitta í gestabókina hans. www.barnaland.is/barn/15147

Annars nóg í bili, ætla að fara að koma mér að verki. Eigið góðan dag elskurnar.

Kv. Linda litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, það hlýtur að vera skrítið að María sé ekki hjá ykkur.  Gott að allt sé orðið klárt, utan við smá hreingerningu.  Gangi þér vel dúllan mín og farðu varlega með þig.

Ég ætla að óska ykkur gleðilegra jóla og þakka þér stelpa fyrir skemmtilegar samverustundir á árinu sem og bloggvinakomment og msn spjall endrum og sinnum!  Lovjú görlí  Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:44

2 identicon

Velkomin heim og gleðileg jól

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband