Leita í fréttum mbl.is

36 ára amma.

Jæja, þá er afmælisdagurinn runninn upp og ég orðin 36 ára. Sem betur fer er barnabarnið ekki komið í heiminn þannig að ég náði 36 árunum. María mín takk fyrir að halda barninu í þér elskan. Þér er velkomið að koma með það á afmælisdagin minn, það yrði besta afmælis og jólagjöfin.

Aðfangadagur var góður dagur, hálf fimm var allt reddí á heimilinu. Kjötið komið í pottinn, rækjurnar handa köttunum komnar úr frystinum, búið að ryksuga, fara í jólabaðið..... allt reddí og svo var bara beðið eftir að tíminn liði svo ég gæti farið að brúna kartöflurnar. Eftir matinn hentum við okkur í náttfötin, Kormákur setti sæng á gólfið og settist þar fyrir framan jólatréð og horfði á pakkana á meðan ég fór út á svalir með Baileys glas og fékk mér að reykja. Kvöldið var rólegt, notarlegt og skemmtilegt. Milli hálf níu og níu var búið að taka upp alla pakkana, ég slakaði á yfir imbanum og Kormákur dundaði sér með nýja dótið og talaði um að þetta væri besti dagur í heimi (yndislegt að heyra hann segja það, þá var hann ánægður). Um hálf ellefu var fengið sér ís og skriðið upp í rúmið hans Kormáks undir sæng og horfðum við á Simpson myndina, sem hann fékk í jólagjöf. Og svo fór prinsinn að sofa um hálf eitt, sæll og glaður.

Jóladagurinn verður alveg örugglega jafngóður, María og Rúnar koma einhver tímann eftir hádegið og ég ætla að elda handa okkur hamborgarhrygg með hinu ýmsu meðlæti.

En ég segi þetta gott í bili, ég ætla að henda mér upp í sófa í kíkja á sjónvarpið.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn vinkona.  Megi nýtt afmælisár færa þér gæfu og gleði Linda mín

Bestu kveðjur úr Lyngheiðinni

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 07:36

2 identicon

Til hamingju með daginn Linda - bjarta framtíð

Berglind Elva (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 11:30

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Fyrirgefðu að ég skyldi trufla sófagleði þína,,og enn og aftur til lukku með daginn Hafðu það gott í dag sem og alla daga

Guðný Einarsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:08

4 identicon

HUN A AFMAELI I DAG HUN A AFMAELI I DAG HUN A AAAAAAAAAAAAAAFMAELLI HUN LINDA TRALLALLALLALAAAAA LAAAAA LAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

TIL HAMINGJU SAETA

Bjork (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 13:36

5 identicon

Til hamingju með afmælið elsku frænka. Linda lengi lifi húrra húrra húrra HÚRRAAAAAAAAAAA!!!! Njóttu dagsins. Þúsund kossar úr Hafnarfirði Elfa álfur, Inga pinga og Brynjar baby;)

Elfa the elf (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 16:36

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með afmælið Linda mín  Sorry en ég fór ekkert í tölvuna í gær og vissi þetta ekki, en betra seint en aldrei

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.12.2007 kl. 14:59

7 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Til hamingju með afmælið

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 27.12.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband