27.12.2007 | 02:19
Rugl, bull og þvæla eða gælur, fælur og þvælur.
Þetta er nú aldeilis búið að vera mikill letidagur í dag, eiginlega er ég búin að sofa megnið af deginum. Hundskaðist á fætur núna seinni partinn. Björk kom til okkar og horfðum við á myndina um Jón Pál, þetta góð, áhrifamikil mynd sem fjallar um merkilegan þekktan góðann mann. Jón Páll var góður, kurteis og skemmtilegur maður sem var svo sannarlega með húmorinn í lagi. Ég efast ekkert um það að þið sem hafið séð myndina hafið sömu skoðun á henni. Það skeði meira að segja í lok myndarinnar svolítið sem kom mér á óvart, ég hef tilfinningar....... það láku tár úr augunum á mér þegar jarðarförin var og "hærra minn Guð til þín" var spilað. Ég bað reyndar Björk um að þegja yfir því að ég hefði vælt yfir einhverri bíómynd, en what ever.... það er gott að ég er ekki tilfinningalaus. Þegar ég hugsa út í vælið, þá rámar mig í þegar ég átti heima á Sauðárkróki og Vigga og Arna vinkona voru í heimsókn hjá mér og við vorum að horfa á einvherja stórmynd með Mel Gibson í minnir að það hafi verið Patriot er samt ekki alveg viss, en þá skeði þetta líka....Linda litla fór að væla yfir einhverju drama atriði. Ég reyni sjálfsagt alltaf að vera svo mikill nagli að ég er ekki að sóa einhverjum tárum á gesti og gangandi, en greinilega kemur fyrir að ég ræð ekki við þetta he he he svo sem einu sinni á ca. 5 ára fresti, endilega verið viðstödd þegar ég tek þriðja vælukastið einvher tímann á árinu 2012 he he he
Annars var nú mikið um símhringingar og sms á þriðjudaginn, í tilefni afmælis míns. Það er alltaf gaman á þessum degi þegar ég finn hvað margir muna eftir mér og hvað ég á yndislega vini. Það kemur alltaf best í ljós á þessum degi, ég aftur á móti er ekki svona minnug á afmælisdaga hjá öðrum, því miður. Vildi að ég væri duglegri að muna afmælisdaga og hringja út á þeim.
Eins og jólin eru búin að vera róleg og yndisleg var ég að hugsa á jóladagskvöld hvað það væri yndislegt ef að ég gæti fengið ein jól frí, að það væri einhver annar sem að eldaði og sæji um allt saman. Ég gæti bara vaknað þegar mér hentaði og gæti lagst yfir barnatímann og legið yfir honum til klukkan 6 og farið þá að borða og rifið upp pakka, ummmmm það væri ekki slæmt. En eins og ég segi þá eru jólin yndislegur tími........ en samt eru jólin ömurlegur tími, ég fer á hausinn, stend á haus við að þrífa og elda og svo verð ég alltaf árinu eldri af þessu öllu saman. Ég ætti kannski bara að gera eins og Fidel Castro gerði um árið...... fresti bara jólunum fram í júní.
Jæja, held að ég sé búin að bulla nóg hérna. Ég kannski blogga eitthvað af viti fljótlega, ef að mér dettur eitthvað gáfulegt í hug síðar. Takk fyrir lesninguna og hafið það gott.
Kv. Linda litla.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Elsku dúllan mín! Gott að heyra að þú hafir tilfinningar litli töffari. Ég man sko þegar þú misstir þig yfir myndinni um árið....ég held að það hafi mest verið þú sem skammaðist þín eitthvað yfir því að tárast yfir mynd. Það er sko í góðu lagi og ég er ofsalega ánægð með að þú hafir leyft þér að sleppa takinu á nokkrum tárum aftur. Það er bara svo gott
Sendi þér knús og kossa yfir heiðina! Arna vitni
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 08:29
Þetta hefur verið góður grátur - rosalega gott að gráta öðru hvoru - jfnvel á 5 ára fresti - einhver losun sem er manni léttir á eftir - hafðu það gott Linda og takk fyrir kvittið.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:33
knús
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 13:23
He he ég man MJÖG vel eftir þessu......
Þetta var í atriðinu þar sem litla stelpan talaði og kallaði á pabba sinn, og áður en við Arna vissum af heyrðist bara snökkt snökktog svo var Linda litla hissa ha ha ha .......þetta var svona Kodak moment - verst að ná því ekki á filmu því það varst þú sjálf sem varðst mest hissa. Þetta sýnir bara hvaða manneskju þú hefur að geyma - því þú ert jú bara æði pæði.
Kveðja
Bifrastarblondínan
Dísaskvísa (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:14
Vá...... Arna og Vigga, er ekki orðið tímabært að þið gleymið þessu bara LOL
Linda litla, 27.12.2007 kl. 23:48
Elsku Linda mín Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn þinn, vona að þú hafir haft yndisleg Jólahátíð. Það er svo gott að gráta yfir sjónvarpinu Ég fer eins rólega og vel mig og ég get
Kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 00:45
Því miður - Þetta er eitthvað sem maður gleymir ekki - og sérstaklega ekki svipnum á þér þegar þú uppgvötaðir hvað var í gangi ..........
Vigga ...hitt vitnið
Dísaskvísa (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.