31.12.2007 | 22:18
Gleðilegt árið allir.
Ég kíkti yfir bloggið hennar Viggu (bifrastarblondínu) og hún tekur árið aðeins í gegn hvað hefur skeð á því, ég ætla reyndar ekki að gera það enda hefur árið 2007 ekki verið það besta, eins og þið vinir mínir vitið. Að setja niður eymd, meðferðir, harkalega neyslu, barnavernd, félagsþjónustu og annað eins, það nennir enginn að lesa um það núna á þessum tíma.
Ég svaf til hálf tvö í dag, enda fór ég að sofa um fjögur leytið. Brynja kom í heimsókn í gærkvöldi og Vigga og Florin eru hjá mér. Dagurinn svo sem leið og það eina sem ég gerði var að hendast í Bónus. Vigga og Florin fóru til Þórdísar í mat um klukkan fimm og ég fékk mér þessa dýrindis áramótamáltíð.... samloku með malakoffi og osti, mjólk og popp í eftirrétt. Henti mér svo í sófann og horfi ýmist á Full Monty eða augnlokin að innan. Þar sem klukkan er nú að verða tíu, ætti ég kannski að vaska upp þessi blessuðu skítugu glös hérna á heimilinu, það eru alltaf skítug glös hérna og svo er ég að spá í að henda mér í sturtu og kannski fara í einhver föt, en ég er einmitt búin að vera á náttfötunum í allan dag.
Kvöldið í kvöld er óráðið..... veit ekki hvort að ég geri eitthvað eða eyði bara meiri tíma yfir sjónvarpinu. Þetta er annars by the way undarlegur gamlársdagur. Ekkert bólar á barnabarninu þetta árið, ég heyrði í Maríu áðan og við hlógum svo mikið að ég ætla samt að vona að hún nái að skjóta því í heiminn fyrir miðnætti.
Takk fyrir allt á árinu elsku bloggvinir mínir. Ég vona að bloggheimurinn verði jafn skemmtilegur árið 2008.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Kveðja frá Lindu litlu
OG ATHUGIÐ ELSKU VINIR. "Ef lífið afhendir ykkur sítrónu munið þá bara að biðja um Tekíla og salt"
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Gleðilegt ár og takk fyrir allt það gamla. Ég setti nú niður mín vandræðamóment á árinu. Við skulum rokka feitt á næsta ári
Elskjú svo rosa mikið
Dísaskvísa
Dísaskvísa (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 00:33
Sömuleiðis krúttípúttílúttímúttí.........rokkum feitt hehehe
Linda litla, 1.1.2008 kl. 00:52
Gleðiegt ár 2008 Linda litla!
Júlíus Valsson, 1.1.2008 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.