16.1.2008 | 22:53
Upp og niður út á hlið.......
Vá þið haldið örugglega að ég hafi farið til útlanda eða væri dauð...... ekki búin að blogga í sólarhring, það skeður ekki nema ég fari til útlanda. Málið er að ég veiktist svo svakalega af magapest seinni partinn í gær að ég hélt hreinlega að ég væri að drepast, það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að sitja á klósettinu með vaskafat í fanginu. En þetta er sem betur fer að ganga yfir, ekkert eftir nema svimaköst öðru hvoru.
Ég skrapp í Mjóddina í gærmorgun með Unni og Stínu, við fórum í bakaríið og fengum okkur góðgæti þar, ég verslaði í Nettó og Stína fór til læknis. Ég fór líka inn í Eymundsson, en bókabúðir freista mín mjög gjarnan. Í þetta sktið var það bókin "minnisstæðar tilvitnanir" eftir Norman Vincent Peale sem varð fyrir valinu og ég stóðst ekki freistinguna og keypti bókina.
Treystu þeim manni ekki fyrir leyndarmálum þínum, sem laumast í blöðin á borðinu þínu. JOHANN KASPAR LAVATER (1741-1801)
Þetta var svona smá sýnishorn ú bókinni. Tilvitnanir, málshættir, orðatiltæki, speki..... allt er þetta eitthvað sem að ég hef mikinn áhuga á og hef gaman af því að lesa.
María mín fór í skoðun í dag, það er ekkert að ske hjá stelpupjásunni og stefna þeir á sjúkrahúsinu á Selfossi að setja hana af stað á sunnudagskvöldið 20 janúar, þannig að það lýtur ekki út fyrir að barnið komi í fyrsta lagi 21 janúar, en þá er hún komin 17 daga fram yfir settan tíma. Ég vona bara að það eigi eftir að ganga vel hjá henni að koma blessaða barninu í heiminn.
Segjum þetta ágætt í bili, kem inn með eitthvað á morgun það er nokkuð ljóst, hafið það gott elskurnar minar þangað til.
Kv. Linda litla
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Nýjustu færslurnar
- Rapparinn Roseanne
- EES-rafmagn og hveiti
- Eru fjölmiðlar að ná að forðast eigin dauðdaga?
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Þá sýndu þeir okkur hvernig til dæmis 20.000 atkvæða lækkun varð á atkvæða tölu Trump á skjánum og 20.000 atkvæði bættust við hjá mót frambjóðandanum. Þetta voru mismunandi tölur nokkrum sinnum.
Athugasemdir
ÓJJJJ magapest,skil að þér hafi liðið illa..En gott að þú ert að braggast,ég verð að segja það að ég hafði áhyggjur því þú varst ekkert að blogga..
Guðný Einarsdóttir, 16.1.2008 kl. 23:18
Aumingja María mín ......örugglega orðin þreytt og aumingja Linda mín búin að skila öllu innvolsinu .....ojjjjjjjj
Annars var ég bara búin að kíkja hérna inn svona 500 sinnum að athuga hvort það væri ekkert að ske og fékk áfall þegar þú sendir mér sms um að koma á msn að spk....djók -varð bara að setja fleiri skammstafarnir. Sjáumst um helgina skvís
Dísaskvísa, 16.1.2008 kl. 23:33
'Eg er eins og Heiða hélt að allt væri farið í gang og ömmubarnið væri loksins að koma, svo liggur þú bara með æluna Láttu þér batna. Kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 23:50
Elskið mitt, bara búin að vera lasin. Litli þrjóskupúkinn er ekkert á útleið. Náðu nú heilsunni áður en þú ferð að ömmast. Knús til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.