8.2.2008 | 16:28
Ömmu-músin enn og aftur.
Það er ógeðslegt veður.... ég varla nenni að fara út að reykja, hvað þá hann Patti minn. Patti minn er sko vanur að koma með mér út á svalir þegar ég fer að reykja. Hann er mikil félagsvera. Tumi minn er ekki eins mikil félagsvera, hann nennir ekki að koma með okkur út.
Ég fékk gesti í dag frá Húrígúrí, þau Arna og Doddi duttu inn (slösuðust ekki neitt) ohhhh það er svo langt síðan ég hef séð hana Örnu mína, yndislegt að hitta hana og knúsa. Sendi Maríu í bakaríiið eftir rúnstykkjum og einhverju sóðalega hitaeiningamiklu. Og við slöfruðum í okkur af bestu lyst. auðvitað þurfti Arna að máta litlu ömmu-músina mína, þó það nú væri. Held að þeim hafi nú bara komið ágætlega saman.
Kormákur fór til pabba síns í dag, þegar hann var farinn langaði mig nú bara að skriða upp í rúm og fara að sofa. En það er víst ekki í boði, var og er með gesti og ætii að reyna að halda mér vakandi. Ég fékk gefins tölvu handa honum í gær, en það var einhver slatti af leikjum í tölvunni og svo fékk hann nokkra pc leiki gefins líka.
Við María og músin litla förum ekki á Selfoss í dag að sökum veðurs, ætlum að sjá til á morgun. Það verður vonandi betra veður þá. Ég verð að nota helgina ef ég ætla að hjálpa þeim að flytja þar sem að ég verð nefnilega að vinna næstu 6 helgar a.m.k. á meðan Helgi og Gunna (eigendur Kanslarans) eru á Kanarí.
Þetta er orðið ágætt í bili, ætla að fá mér að reykja úti í grenjandi rigningu og roki, og svo ætla ég að henda mér í sófann og taka nokkrar spurningar í Trivial Pursuit við hana Maríu, aðeins að svekkja hana yfir því hvað ég er ógeðslega klár, og hún tapsár.... he he he he
Hafið það gott elskurnar, þangað til næst. Kv. Linda litla. amma montna.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Ógurlegar rúsínur eru þessir strákar þínir gúsý,gúsý...Ætli þú sitjir bara ekki uppi með Maríu og músina fram á vor,þau flytja ekkert fyrr en snjóa leysir...Góða helgi unga amma
Guðný Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:37
Það er sko eiginlega engin rigning hjá mér núna, en svosem ekkert ferðaveður, haltu kyrru fyrir til morguns minnstakosti. Maður fer ekki með litla gullmola á flakk. Knús á ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 17:45
Húrígúrí ? Æ,það er best að vera inni meðan að það viðrar svona vel eða ekki Litli ömmustrákurinn þinn er aldeilis fljótur að stækka Ég rétt hef það af ennþá að fara útá svalir að reykja
Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.2.2008 kl. 20:06
Haha ´góð mynd af músinni það er eins og hann sé að glotta út í annað, grallarasvipurinn leynir sér ekki kíki á ykkur á morgun ef þið farið ekki
annars er ekki stætt hérna í the west town og ljósin blikka úff vona að rafmagnið fari ekki!
Mín veröld, 8.2.2008 kl. 22:27
það er gott að vera inni með sínu fólki þegar vindurinn blæs svona hart - algjörar dúllumyndir
halkatla, 8.2.2008 kl. 23:15
Hafðu það bara ógó gott mín kæra - knúsaðu litla ömmudrenginn frá mér
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.