Leita í fréttum mbl.is

Breyttur á 25 dögum.

Vá, þetta er nú ekkert smá fyndið, þið haldið örugglega að ég sé bara eitthvað klikkuð. Ef að ég blogga þá verð ég alltaf að minnast á hann músa minn, en ég er bara ennþá svo ofsalega hamingjusöm og stolt amma, ég get bara ekki hætt að tala um prinsinn litla. Nú er ég mikið með hann og er alltaf að spjalla við hann og mér finnst erfitt að hann eigi ekkert nafn, oft kalla ég hann litla Rúnar en oftast kalla ég hann Músa. Ég er viss um að þegar búið er að skíra hann, þá held ég bara áfram að kalla hann Músa. Það er ofsalega mikil breyting á honum á þessum 25 dögum sem er hans ævi ennþá. Ég set hérna inn mynd sem ég tók 21 janúar, daginn eftir að hann fæddist og mynd sem að ég tók af honum í dag. Hann er svo breyttur og mannalegur, þetta er alveg magnað.

myndir 036

14 febrúar 099

Var að gramsa í dag í skúffum á kommóðunni inni í herbergi og fann þar disk sem að Helgi bróðir skrifaði fyrir mig sumarið 2005, og fann þar eina yndislega mynd af Kormáki þar. Hann er nýorðinn 5 ára á myndinni, hún er tekin þegar við áttumheima á áfangaheilinu Dyngjunni í Snekkjuvoginum. Hann verður 8 ára 16 apríl næstkomandi og ég ætla að setja inn þessa gömlu mynd og svo aðra af honum sem ég er nýbúin að taka.

Gamlar myndir 191

myndir 224Augun alltaf jafn pírð á drengnum, það er eins og hann sé hálfur japani eða eitthvað ha ha ha hann er það samt ekki, við Unnþór erum bæði íslendingar í húð og hár.

Það voru myndir á þessum disk líka af mér, og það nokkrar en samt ólíkar, ætla að henda þeim inn einhver tímann við tækifæri og leyfa ykkur að sjá hvað ég get verið fjölbreytileg hehehe

Jæja, eigið þið gott kvöld elskurnar og farið vel með ykkur og maka í tilefni Valdísardags. Njótið kvöldsins og góða nótt. Bless þangað til næst.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hvaða maka?? kannski ómaka hahah,,Vá engin smá breyting á músa litla humm hann er voðalega líkur pabba sínum drengurinn..Kormákur hefur nú aðeins breysts verð nú að segja það...Já veit vel að þú getur verið breytileg Linda mín:) Sjáumst á morgun..Hlakka mikið til að hitta Kormák sko

Guðný Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegir drengir báðir tveir! Þessi litli músukrúsi hefur ekkert smá breyst, ég er nú alveg sammála þér með það. Orðinn eitthvað svo reynslunni ríkari af þessu lífi á 25 dögum haha Og Kormákur, brosmildur hress og fallegur drengur með svona blíð húmorísk og falleg augu. Mikið ertu rík Linda mín

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.2.2008 kl. 00:46

3 identicon

Yndislegir strákar sem þú átt Linda amma... er ennþá að venjast því að þú sért orðin amma.

gott að heyra hvað ykkur lðiur vel og ekkert smá flott að sjá muninn á 25 dögum á músa litla - dafnar greinilega vel - átti svosem ekki von á öðru.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 06:08

4 Smámynd: Mín veröld

svoooooooooooooo sætir! báðir tveir ! sjáumst

Mín veröld, 15.2.2008 kl. 08:18

5 Smámynd: LiljaLoga

Greinilega yndislegir strákar sem þú átt!

Góða helgi

LiljaLoga, 15.2.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Músi litla dafnar aldeilis vel og mannast fljótt.  Æðislegar myndir. Kormákur er líka flottur strákur.  Hafðu það gott um helgina elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 15:33

7 identicon

Músí músí knúsí dús!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:27

8 identicon

Vááá breytingarnar!!!!

Á báðum!!!!

Á ekki til orð

Dísaskvísa

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:03

9 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þeir eru náttlega bara flottastir ..

Agnes Ólöf Thorarensen, 15.2.2008 kl. 22:48

10 identicon

hæ skvís flottir strákarnir þínir allir hafðu það gott kveðja Heiða fjöryrki

Heiða Björk (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband