19.2.2008 | 20:55
Ólíku bræðurnir þrír og Kastró.
Jæja, þá er Kastró loksins búinn að segja af sér og bróðir hans tekur við...... og hann er held ég 3 árum yngri. Er reyndar ekki að skilja hvers vegna svona gamall maður er settur í starfið, það er varla að það taki því, hann hlýtur að fara að drepast eða verða veikur ein og Fidel Kastro sjálfur.
María og Músi skiluðu mér heim í gær og ætluðu svo að fara heim í sveitina, nema María fór til læknis þar sem hún var slæm í hendinni, hún kemur tail baka rúmum 5 tímum síðar frá lækninum og er með gifs...... sem þýðir það að þau eru ennþá hjá okkur.
Þetta var strembin helgi hjá mér, var í Súluholti að hjálpa til við að taka upp úr kössum til 3 á föstudagskvöldið, var svo að vinna til miðnættis á laugardag og til 4 á sunnudaginn og þá fór ég beint í sveitina og þar var ég að taka upp úr kössum og ganga frá til klukkan 2 um nóttina. Þegar ég vaknaði á mánudaginn gat ég ekki hreyft mig, ég varð að kalla í Maríu og hún kom með verkjalyf handa mér, ég skánaði þegar leið á daginn. Ég held að ég sé búin að gera mér grein fyrir því að það er of mikið að vinna allar helgar, líkamlega heilsan mín er ekk betri en þetta. En það eru eftir næstu 5 helgar þangað til eigendurnbir koma heim, þá verð ég bara aðra hverja helgi. Ég píni mig bara þangað til. Ég á sem sagt að mæta 6 á föstudaginn til lokunar og frá 12 til lokunar á laugardag og 12 til lokunar á sunnudag og ég vona að það verði ekki mikið að gera á barnum á föstudags og laugardagskvöldið eins og síðasta laugardag.
Kormákur fór í heimsókn til Gullu á laugardaginn og fór með henni í Þykkvabæinn og Heimsótti Óla og fjölskyldu á meðan hún fór í íþróttahúsið og spriklaði og svo var María með hann það sem eftir var helgar og hann hitti Unni ömmu sína á Selfossi á sunnudag og fór með henni í bæinn og gisti hjá henni þar sem að ég fór ekki í bæinn fyrr en á mánudag. Næstu helgi verður hann svo hjá pabba sínum, Elenu og bræðrum sínum Ragnari Helga og Sævari Val. En þetta er mynd af þeim bræðrunum, fyndið þeir eru ekkert líkir hver öðrum, þeir virðast koma úr öllum ættum.
Lena Ósk átti afmæli 17 febrúar.
Árni Rúnar átti afmæli 18 febrúar
Harpa Steinars á afmæli í dag 19 febrúar
Linda Ósk á afmæli 21 febrúar
Iða Brá á afmæli 25 febrúar
Halla Tómasar á afmæli 25 febrúar
Björk á afmæli 27 febrúar
Til hamingju með afmælin ykkar öll sömul.
Ég ætla að reyna að fara að setja inn afmælisdaga, þ.e.a.s. ef að ég man eftir því LOL
Segjum þetta ágætt í bili, hafið það gott elskurnar þangað til næst.... Kv. Linda litla stolta amman.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Viðskipti
- David Léclapart engum öðrum líkur
- Hagræðing þýðir sókn
- Ferðaþjónustan haldi dampi
- Dauðafæri að komast nær markaðinum
- Dagný nýr framkvæmdastjóri Brúar
- Svipmynd: Mikil samkeppni um tíma kvenna
- Orkuklasinn stofnar framtakssjóð
- Freyðivín á Hvammstanga
- Metnaðarfull vaxtarmarkmið næstu 2-3 árin
- Leiðin til bættra lífskjara
- Lokaspretturinn verður erfiður
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
Athugasemdir
Eeeee, hvað kom eiginlega fyrir Maríu greyið?
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:37
Þeir vita ekki hvað er að , hún er bara svo bólgin á hendinni og var sett í gifs og hún á að taka það af um helgina, fékk líka bólgueyðandi. Þeir á bráðamótöku halda að þetta geti verið gigt..... mér finnst það nú samt pið.
Linda litla, 19.2.2008 kl. 21:43
Æi stelpu anginn. Sendi henna kossa og knús og bólgueyðandi hugsanir
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:50
Vonandi batnar stelpunni..Já skil að þetta er strembið hjá þér þessar helgar,,ég er nú drulluþreytt eftir minn tíma sem er nú stittriFarðu vel með þig og þína...Bið að heilsa Kormáki mínum
Guðný Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:53
Linda mín ,mér heyrist þú vera að ofgera þér og svo skammar þú mig Vona að dóttir þín jafni sig fljótlega, ekki auðvelt að sjá um ungabarn með annarri hendinni. Eigðu góðan dag og slappaðu af, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 19.2.2008 kl. 22:13
Var mín að breyta
Guðný Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:31
HA HA HA HA HA Þú sagðir mér frá vitleysunni, auðvitað varð ég að breyta.
Linda litla, 19.2.2008 kl. 22:53
úff ekki skrítið að þú hafir sofið í dag!
Mín veröld, 19.2.2008 kl. 23:54
Ingunn mín, ég er að reyna að fara vel með mig, ég kann mig bara ekki. Áður en ég varð öryrki (vann yfir mig) þá var ég vinnufíkill og ég kann ekkert annað en að vinna undir álagi.
Linda litla, 20.2.2008 kl. 00:21
Krúttlegar myndir, yngri kynslóðin að vísu sætari en Kastró, en hvað með það.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.