Leita í fréttum mbl.is

Gamlir vinir.

Það er nú orðið svolítið síðan ég setti inn bloggfærslu hérna, ég hef bara hent inn fréttakommentum undanfarið. En ég var einmitt fyrir austan um síðustu helgi og kíkti í heimsókn til Ernu og Helga, ég hef ekki heimsótt þau síðan ég átti heima á Hellu og ég flutti þaðan 2001. Auðvitað smellti ég af myndum af hjónakornunum.

r 013r 015

Það var alveg yndislegt að hitta þau, en ég var einmitt nánast daglega í morgunkaffi hjá þeim í "old days". Þau eru flutt í annað hús og það er rosaflott, ekki slæmt að vera með fjarstýrðan nuddpott, með útvarpi, diskóljósum og fleiru inn á klósetti hjá sér.

Ég er að fara austur á eftir, ég byrja að vinna fyrr á morgun, þannig að það er best að koma sér bara austur í dag, Gulla ætlar að elda dýrindiskjúkling handa mér í kvöld (ekki veitir af, þar sem ég er að hrynja niður ú hor NOT !!!

 

Djö..... erum við flottar á þessari mynd, ég er að reyna að fela undirhökuna hennar LOL.

Jæja, ég er laus við eldhúsborðið mitt og eldhússtólana. Búin að setja borðstofuborðið þar sem að eldhúsborðið var, og það kemur bara nokkuð vel út. Á bara eftir að taka íbúðina almennilega í gegn og þá verð ég sátt. Ég er líka búin að fá vinkonu mína til að ryksuga og skúra fyrir mig einnu sinni í viku, a.m.k. þangað til ég fæ heimilishjálp hjá félagsþjónustunni. En ég er bara ekki fær um að skúra sjálf, ligg í rúminu eftir það, svona er maður lélegur, þetta er alveg óþolandi.

Annars held ég bara að þetta sé ágætt í bili, ætla að koma einhverju niður í tösku áður en ég yfirgef Reykjavík.

Eigið góða helgi elskurnar og farið vel með ykkur.

Kv. Linda litla (amman sem saknar Músa síns)

r 018


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Góða helgi og hafðu það gott

Didda, 6.3.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

hey hor já nefnilega það

Guðný Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:11

3 identicon

Eigðu góða helgi Linda mín

Berglind Elva (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband