9.3.2008 | 18:38
Furðufuglar....
Þetta hefur nú verið ágætis dagur í dag, sæmilega mikið að gera og ekki mikið hægt að setjast niður (verð fegin þegar dagurinn er búin, er orðin svolítið þreytt.) Það koma allar mögulegar gerðir af fólki hingað inn skemmtilegt, leiðinlegt, ógeðslegt, fínt og bara alls konar fólk. En ég held að einn af þeim leiðinlegustu hafi komið í dag og líka sá ógeðslegasti. Einn maðurinn var svo leiðinlegur að ég var komin að því að gubba. Hann fór að tala um að við ættum sameiginlega frænku og þegar ég spurði hver það væri þá sagði hann Guðbjörg systir hennar mömmu þinnar. Ég sagði honum að mamma ætti enga systir sem hétu Guðbjörg, en hann þrætti. Ég sagði að eina systir hennar mömmu héti Brynja Fríða og hún ætti enga sem héti Guðbjörg. Hann gaf sig ekki og sagði að kallinn hefði átt hann í framhjáhlaupi, en ég hélt fast mig mitt og sagði honum að afi ætti enga dóttur með þessu nafni, en ef að svo væri þá vissi ég alveg örugglega af því. Hann var svo leiðinlegur þessi maður svo ekki sé minnst á hvað hann var drukkin...... og svo keyrði hann burt. Ef að ég hefði séð númerið á bílnum eða vitað hvaða gerð þetta væri þá hefði ég ekki hikað við að hringja á lögguna.
Annars er þetta á milli 30 - 40 tíma vinnuhelgi og ég bíð eftir því að komast heim. María og Músi koma í bæinn á mánudag til mín, en ég er ekki viss hvort að þau ætli að gista. En það verður aldeilis gott að fá hann Músa minn og Maríu líka hehehe ég hef ekki séð Músa í viku og það er alveg svakalegur tími. Ég á alveg örugglega eftir að splæsa nokkrum myndum á prinsinn minn.
Segjum þetta ágætt í bili, tek bloggrúnt í kvöld eftir vinnu eða á morgun. Hafið það gott elskurnar mínar þangað til næst.
Kv. Linda litla þreytta, lúna amman.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 232881
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldahjálpastöðvar opnaðar
- Telja samþykkt um skóla markleysu
- Rýmingar í Neskaupstað og á Seyðisfirði
- Appelsínugul viðvörun á Austurlandi og Austfjörðum
- Versnandi veður og búist við að færð spillist
- Segir fordæmingu barnaníðinga skaðlega
- Rúta valt á Hellisheiði
- Vara við aukinni snjóflóðahættu á Austfjörðum
- Kviknaði í gardínu út frá eldi í kerti
- Ný hæð á gistiheimilið
Íþróttir
- Hólmfríður keppti í heimsbikarnum í bruni
- Átak í þjálfun varnarmanna
- Meistararnir töpuðu á heimavelli Risaleikur hjá Mitchell
- Varð fyrir kynþáttaníði í leik með Barcelona
- Glutruðu niður tveggja marka forystu (myndskeið)
- Tvenna og rautt (myndskeið)
- Sjöunda tap Leicester í röð (myndskeið)
- Nunez styrkti stöðu Liverpool á toppnum (myndskeið)
- Þrenna á kunnulegum slóðum (myndskeið)
- Ég var mjög svekktur
Nýjustu færslurnar
- Vonbrigði þegar stjórnmálamenn komast til valda að þeir standa ekki við orð sín
- Var Gunnar Bragi blekktur?
- Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu
- Í tilefni af þeirri BÆNAVIKU sem að nú stendur yfir hjá öllum KRISTNUM söfnuðum, að þá er rétt að minna á að OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS fjallar um allt það sem á eftir að gerast ?
- Vopnahlé á Gasa
Athugasemdir
Ohhh nú veistu afhverju ég forðaði mér,þessi furðufugl sagði mér að amma mín hefði verið pillufíkill ég átti bara ekki til orð..En takk fyrir björgunina í dag
Guðný Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 18:44
Nákvæmlega..... hvað er að honum ? Ég sagði við Fotty að ég ætlaði ekki að vera þarna frammi og enn síður að afgreiða þennan mann, væri búin að fá nóg af honum.
Ég geri yfirleitt ekki upp á milli fólks, og spjalla við alla, en stundum misbýður mér eins og í dag og ég höndla ekki manneskjuna.
Ég sjálf (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:38
Þessi maður á nú eitthvað bágt held ég. VOna að hann hætti að bögga ykkur. Ég hlakka til að sjá nýjar myndir af Músa litla.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 21:03
Heyra þetta bara...uss...þetta hefur nú verið meiri asninn....Farðu vel með þið kellin mín..
Agnes Ólöf Thorarensen, 9.3.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.