Leita í fréttum mbl.is

Furðufuglar....

Þetta hefur nú verið ágætis dagur í dag, sæmilega mikið að gera og ekki mikið hægt að setjast niður (verð fegin þegar dagurinn er búin, er orðin svolítið þreytt.) Það koma allar mögulegar gerðir af fólki hingað inn skemmtilegt, leiðinlegt, ógeðslegt, fínt og bara alls konar fólk. En ég held að einn af þeim leiðinlegustu hafi komið í dag og líka sá ógeðslegasti. Einn maðurinn var svo leiðinlegur að ég var komin að því að gubba. Hann fór að tala um að við ættum sameiginlega frænku og þegar ég spurði hver það væri þá sagði hann Guðbjörg systir hennar mömmu þinnar. Ég sagði honum að mamma ætti enga systir sem hétu Guðbjörg, en hann þrætti. Ég sagði að eina systir hennar mömmu héti Brynja Fríða og hún ætti enga sem héti Guðbjörg. Hann gaf sig ekki og sagði að kallinn hefði átt hann í framhjáhlaupi, en ég hélt fast mig mitt og sagði honum að afi ætti enga dóttur með þessu nafni, en ef að svo væri þá vissi ég alveg örugglega af því. Hann var svo leiðinlegur þessi maður svo ekki sé minnst á hvað hann var drukkin...... og svo keyrði hann burt. Ef að ég hefði séð númerið á bílnum eða vitað hvaða gerð þetta væri þá hefði ég ekki hikað við að hringja á lögguna.

Annars er þetta á milli 30 - 40 tíma vinnuhelgi og ég bíð eftir því að komast heim. María og Músi koma í bæinn á mánudag til mín, en ég er ekki viss hvort að þau ætli að gista. En það verður aldeilis gott að fá hann Músa minn og Maríu líka hehehe ég hef ekki séð Músa í viku og það er alveg svakalegur tími. Ég á alveg örugglega eftir að splæsa nokkrum myndum á prinsinn minn.

Segjum þetta ágætt í bili, tek bloggrúnt í kvöld eftir vinnu eða á morgun. Hafið það gott elskurnar mínar þangað til næst.

Kv. Linda litla þreytta, lúna amman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ohhh nú veistu afhverju ég forðaði mér,þessi furðufugl sagði mér að amma mín hefði  verið pillufíkill ég átti bara ekki til orð..En takk fyrir björgunina í dag

Guðný Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 18:44

2 identicon

Nákvæmlega..... hvað er að honum ? Ég sagði við Fotty að ég ætlaði ekki að vera þarna frammi og enn síður að afgreiða þennan mann, væri búin að fá nóg af honum.

Ég geri yfirleitt ekki upp á milli fólks, og spjalla við alla, en stundum misbýður mér eins og í dag og ég höndla ekki manneskjuna.

Ég sjálf (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi maður á nú eitthvað bágt held ég. VOna að hann hætti að bögga ykkur. Ég hlakka til að sjá nýjar myndir af Músa litla. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Heyra þetta bara...uss...þetta hefur nú verið meiri asninn....Farðu vel með þið kellin mín..

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.3.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband