Leita í fréttum mbl.is

Vá, hvað frændurnir eru sætir.

Það er sko alltaf best að koma heim þegar maður er búin að vera einhverja daga í burtu, eins og um helgina, en ég fór einmitt austur á fimmtudaginn og kom heim í dag. Ég kom í bæinn með Maríu og Músa litla, það er vika síðan ég sá hann síðast og hann er ekkert smá búinn að stækka prinsinn.

r  bb 058

Það er líka alveg ótrúelgt hvað þessi ungabörn eru fljót að stækka og breytast.

Jæja, fór í verslunarleiðangur í dag og keypti smá þakkargjöf handa Gullu, en ég er einmitt búin að gista hjá henni í flest skiptin sem ég hef verið fyrir austan. Ég er reyndar ekki hjá henni nema á nóttinni, er ekkert að bögga hana og þvælast fyrir henni á daginn. Ég vona bara að hún verði ánægð með gjöfina.

r  bb 045

Ég fór aðeins til Guðnýar Bærings í kvöld...... kjéllingagreyjið !, hún hangir heima með brotinn hæl. Hún fór til læknis í dag í sneiðmyndatöku og á að mæta aftur til læknissins á morgun, og þá fær hún að vita hvort að það eigi að gera á henni aðgerð, þar sem þetta er mjög slæmt brot, þetta getur enginn nema Guðný, hún er mesti klúðrari ever. Hún var einmitt að segja það í dag að það kom maður í vinnuna hjá henni að versla í síðustu viku og hún biður hann um að taka af sér sólgleraugun, hann gerir það og þá segir Guðný, ó fyrirgefðu ég hélt að þú værir Friðrik Ómar og fer að hlægja. Þá segir hann ég er Friðrik Ómar og aumingja Guðný gat bara stunið upp ó tvisvar sinnum og svo fór hún bara að hlægja og varð vandræðaleg.

Kormákur kom með hugmynd um nafn fyrir litla frænda sinn í kvöld.

Kormákur: Ég veit hvað Músi getur heitið.

Ég: Nú ? Hvaða nafn hefur þú í huga ?

Kormákur: Hann getur heitir Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ég: Sigmundur Ernir ? Af hverju Það ?

Kormákur: Nú hann er Rúnarsson, og hann skrifaði líka bókina um Guðna.

Hvað dettur þessum syni mínum eiginlega í hug næst ? Það getur verið alveg ótrúlega gaman að hlusta á það sem að veltur upp úr honum, þyrfti að setja inn hérna einstaka sinnum hans vangaveltur.

19 februar 013

Jæja, segjum þetta þá bara gott í bili. Hafið það gott elskurnar, það ætla ég að gera og þangað til næst bæjó spæjó.

Kv. Linda litla, sem hefur endurheimt Músina sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, músi litli er draumur og Kormákur líka, aldeilis að sá litli dafnar vel, ég mundi skíra hann Hrannar Rafn Rúnarsson, finnst það eitthvað svo íslenskt  knús á þig og músa

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Kormákur er náttúrulega bara snillingur Ohh hvað mig er farið að hlakka sjá þig með pakka um næstu helgi,,þú ert reyndar alltaf með eitthvað handa mér kelli mín

Guðný Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Mín veröld

hann er svo mannalegur! og kemur til með að verða rosa skemmtilegur ef má marka familíjuna! hehe

Bergur sagðist ætla að kalla hann músa þar til hann hætti að vera sætur hehe var nottla að meina þar til hann hætti að vera svona lítill hehe

Mín veröld, 11.3.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sigmundur Ernir er auðvitað mjög flott nafn - þessi litlu krútt eru alveg æði, hélt ég væri ónæm fyrir fegurð ungbarna með ,,yngsta barnið" á heimilinu 29 ára, en þegar ég fékk Elínu litlu frænku mína í fangið í fermingunni í gær bráðnaði ég alveg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:20

5 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt velkomin í bloggvinahópinFalleg krúttin þín

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Linda mín, börnin eru alveg æðisleg, litli kúturinn er rosalega mannalegur. Jamm, það sem veltur upp úr börnunum það er alveg ótrúlegt. Eigðu yndislegan dag Kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband