Leita í fréttum mbl.is

Hvar eiga vondir að vera ?

Það eru í gangi viðgerðir á blokkinni minni hérnaí fellunum. Á fimmtudaginn í síðustu viku, þá voru svalarhandriðin söguð af svölunum, þar sem að það er stóhættulegt að hafa ekkert svalarhandrið var neglt fyrir dyrnar utan frá. Sem sagt, ég er læst inni, sem að er ekkert mál, nema ég er alltaf og þá meina ég alltaf með opið út á svalir hjá mér, ég er að reyna að reykja alltaf úti og nú er ekki einu sinni hægt að gera það lengur. Ég er ekki ósátt við þetta, nema að einu leiti. Það er að koma miðvikudagur og mennirnir hafa ekki sést síðan þetta var brotið niður, af hverju í andsk.... var verið að saga þetta niður strax ef ekki á að gera meira á næstunni ? Ég reyki út um gluggann á svefnherberginu mínu og mér finnst það alveg ömurlegt, verð síðan að sofa í því. Hann Patti minn vill fara út á hverjum degi, núna siturhann fyrir utan svaldyrnar og grætur og ég get ekki hleypt honum út. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir fari að halda áfram með þetta.

17 026

Eins og ég segi....... hvar eiga vondir að vera, við annar flokkurinn sem reykir.

María og Músi komu í dag og við fórum á rúntinn og ég keypti skírnargjöf handa honum, en það á einmitt að skíra hann á fimmtudaginn. Ég keypti handa honum Hokus Pokus stól og er bara ánægð með mig að hafa gert það.

17 005

Annars fórum við Kormákur á stúss í gær og fórum meðal annars í Mjóddina að kaupa páskaegg, fórum með bréf í póst sem að hann var að skrifa ömmu sinni á Hellu og svo fengum við okkur súpu í bakaríinu. Að þessu loknu skelltum við okkur með strætó heim á leið.

17 023

Nóg í bili, takk fyrir innlitið og endilega kvittið hjá mér svo ég sjái hver leit við . Góða nótt og sofið þið vel elskurnar mínar. Kv. Linda litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

kvitt,kvitt,

Agnes Ólöf Thorarensen, 19.3.2008 kl. 08:44

2 identicon

Ef þér finnst ógeðslegt að sofa í eigin síkarettulykt hvernig væri þá að hætta bara þessu ógeði!

grannakona (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Linda litla

Úfff... það er hægara sagt en gert. En ég stefni að því að hætta að reykja og það verður ekki langt þangað til. Þú reykir greinilega ekki hehehe finnst þér samt ekki óþægilegt að vera lokuð svona inni ??

Linda litla, 19.3.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gvöööð hvað barnið er fallegt.

Ekki góð tilfinning að láta negla fyrir hurðina hjá sér, og svo hverfa bara mennirnir á brott. Óþolandi.

Svo finnst mér þetta örlítið skrítin spurning: ef þér finnst ógeðslegt að sofa í sígarettulykt afhverju hættirðu ekki? Svipað og: ef þér finnst ógeðslegt að sofa í bjórlykt afhverju hættirðu þá ekki?

knús inn í páskana

Jóna Á. Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband