Leita í fréttum mbl.is

Ekki sátt við mötuneyti Fellaskóla.

Ég hef oft verið að stinga upp á því við Kormák að hann taki með sér mat í skólann til að hita sér upp í hádeginu, þar sem að ég hef ekki haft efni á því að borga fyrir hann mat í mötuneyti skólans. Hann hefur alltaf sagt að hann mætti ekki nota örbylgjuofn mötuneytisins, það sé bara fyrir stóru krakkana. Ég hringdi í Fellaskóla í dag og kannaði þessi mál. Það er rétt hjá Kormáki mínum, yngstu bekkirnir þrír mega ekki nota örbylgjuofn skólans !!!! Ég hef aldrei vitað aðra eins vitleysu, eiga yngstu nemar skólans þá bara að borða kaldan hádegismat eða endalaust brauð og jógúrtát allan veturinn sem ekki eru með mötuneytismat ?? Svarið sem að ég fékk hjá skólanum var það, að þau væru of ung til að vera að nota ofninn og að þau kunnu ekkert öll á hann. Hvað með þessi börn sem kunna á örbylgjuofna ? Hvers vegna mega þau ekki nota hann ?? Ég er aðeins að reyna að halda í við strákinn og líst betur á að hann borði hádegismat heldur en kvöldmat..... NEI það er ekki í boði, ég hef bara aldrei heyrt aðra eins vitleysu.

Hvernig er þetta í skólum hjá ykkar börnum ? Eru það sömu reglur þar eða er Fellaskóli einstakur ? Ég hef alltaf verið ánægð með skólann en þetta minnkar álitið á skólanum ég er svo ósátt við þetta.

Endilega leyfið mér að heyra hvernig þetta er í skólanum hjá ykkar börnum.

fellaskoli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hér á Hornafirði eru  1-3. bekkingar í sérbyggingu fyrir utan bæinn, um 6-8 km frá. En við hin hérna inneftir, en maturinn þar í mötuneitinu fengum við á hverju hádegi. Annað var ekki á boðstólnum ( þar sem ekki var keypt neitt þar). Bara skammtað á disk hjá manni. Ég veit ef til vill voða lítið hvernig þetta er núna, en held að það hafi lítið breyst.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta er ein að þessum heimskulegu reglum sem "við" búum til og svo ótrúlega margir sjá ekkert athugavert við. Regla er bara regla, hvað skilur manneskjan þetta ekki  Sonur minn gat aldrei drukkið mjólkina í sínum skóla því hún var alltaf orðin volg eftir að hafa staðið fyrir utan stofudyrnar heilan tíma. Þetta var óbreytanleg regla, mjólkin átti að koma kl. þetta hvorki fyrr en seinna. Stundum er talað um að "sjá í gegnum fingur sér". Nei Linda mín, ég þoli ekki heimskulegar reglur, og sé þær út um allt, kannski er ég andfélagsleg? Hvernig skyldi ég vera ef engar reglur væru að trufla mig, ég sæi þær bara sem eðlilega hegðun til að funkera í þjóðfélaginu, í raun, ég sæi þær bara alls ekki, færi bara eftir þeim  Luv y. Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.3.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

ég bara veit það EKKI

Guðný Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 18:24

4 identicon

Hérna er allavega örbylgjuofn á ganginum í efra húsinu og ég held að allir geti notað hann þar, veit ekki hvernig er í neðra"húsinu"

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:55

5 identicon

Sagt var einu sinni að Ölduselsskóli væri eini skólinn í RVK sem væri ekki með mötuneyti.  Það er reyndar verið að byggja við hann núna.  Þau þurfa að hafa með sér nesti í morgun mat og í hádeigismat.  Þau hafa samlokurist sem foreldrarnir keyptu, örbylgjuofn og ískáp í stofunni sinni.  Það er oft vesen að finna nesti dag eftir dag.  Þetta verður stundum frekar einhæft.  Á næsta skólaári þá verður komið mötuneyti og þá verður allt vonandi í góðu lagi.

Gaui Jóns (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Linda litla

Já og þá mega væntanlega allir nemendur nota samlokuristina og örbylgjuofninn er það ekki ?? Í Fellaskóla mega 1-2-3 bekkur ekki nota örbylgjuofninn, þetta er gjörsamlega út í hött.

Linda litla, 27.3.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Er ekki fólk þarna sem getur hjálpað yngstu börnunum að hita matinn sinn ? Kannaðu hvernig þetta er með börn með fæðu ofnæmi þau fá eflaust sér afgreiðslu þarna . Ef að þú treystir þínu barni að nota ofninn þá skaltu fara fram á það að hann fái að nota hann . Þetta eru reglur en ekki lög . Og barnið verður að borða .

Berjast endalaust

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:20

8 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega, það er langt síðan að Kormákur lærði að nota örbylgjuofn. Ég ætla að hringja í fyrramálið í eldhúsið í skólanum, ég er svo sannarlega ekki sátt við þetta.

Linda litla, 27.3.2008 kl. 22:25

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég veit að 1.bekkur í Breiðholtsskóla fær ekki að nota örbylgjuofninn,en svo upp frá því er það í lagi.Ég man að þegar að krakkarnir mínir voru í Hólabrekkuskóla,en stelpan var bara í 1.bekk þar,en hún fékk ekki að nota grillið,það var bara fyrir eldri deildirnar.Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt.Krakkarnir mínir hafa ekki verið í mat í skólanum síðastliðna mánuði,það eru þá oft samlokur til að hita,núðlur til að hita,pizza til að hita,stundum afgangur frá deginum áður,allt þarf þetta örbylgjuofn.Það er bara ferlega dýrt að hafa börn í mat í skólanum.Hafðu það sem best og endilega hafðu samband við Fellaskóla og fáðu lausn á þessu.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Í Korpuskóla er bæði örbylgjuofn og samlokugrill sem allir mega nota. Ef börnin kunna ekki alveg á þessi tæki, þá eru kennarar í skólanum sem geta bæði kennt og aðstoðað börnin við þetta, ég ætla rétt að vona að kennararnir í Fellaskóla séu færir um að kenna börnunum á þessi tæki eins og í öðrum skólum.

Svo er spurningin, er yngri börnunum ekki kennd matreiðsla í skólanum??? Væri þá ekki upplagt að matreiðslukennarinn mundi nú taka einn tíma í sýna yngri börnunum á þessi tæki???

Kær kveðja Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:39

11 Smámynd: Linda litla

Kata: Ég ætla að hafa samband við yfirmann mötyneytis á morgun og ef að ég fæ sömu svör þar um reglur, þá ætla ég að tala við skólastjórann.

Ingunn: Börnin eru í matreiðslu, og það er alveg rétt hjá þér að það er mjög sniðugt að taka eins og einn tíma í að kenna börnum á örbylgjuofn sem ekki kunna það.

Ég spurði einmitt hvort að starfsfólk í eldhúsi gæti þá ekki aðstoðað börn sem ekki kunna á örbylgjuofn, en þá var mér sagt að það væru bara þrír í eldhúsinu og þeir væru að skammta börnunum mat. Þannig að ég lít á þetta að þeir sem eru ekki að borga fyrir mat, hafi engan rétt til þess hita matinn sem þau koma með með sér.

Linda litla, 27.3.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband