30.3.2008 | 18:07
Mjaðmaklikkingur.
Dagurinn er búinn að vera alveg yndislegur. Við mæðginin erum búin að labba mikið eða aðallega ég , örverpið hefur þeystum á línuskautum á undan mér að sjálfsögðu. Mikið labbað og svo var farið í húsdýragarðinn, mikið fjör og mikið gaman.
Myndatakan byrjaði í strætóskýlinu hjá okkur, allar myndirnar sem ég tók eru komnar inn á síðuna hans Kormáks www.bestilitli.blog.is endilega kíkið á þær. Nú eins og alltaf í þessum garði kennir ýmisa grasa svo sem hestar, svín, geitur, fiðurfénaður, refir, selir og ýmislegt meira. Okkur fannst skemmtilegast hjá geitunum, en þar stalst Kormákur til þess að halda á einum geitungi (kiðling). Og þeir eru svooooo sætir á myndinni, ég verð nú eiginlega að henda henni hérna inn og leyfa ykkur að sjá.
Guð.... hann var svo mjúkur og yndislegur. Ég gengum allan garðinn og allt skoðað sem í boði var, hvíldum okkur svo aðeins í kaffihúsinu og fengum okkur roast beef og ís. Veðrið er búið að vera yndislegt og fallegt, en það er soldið kalt þegar maður er svona lengi úti og er kannski ekki alveg í kuldagalla. Ég kyssti og knúsaði örverpið þegar við komum út fyrir hliðið og þakkaði honum kærlega fyrir frábæran dag. Ég er reyndar mjög slæm í mjöðmunum eftir alla þessa göngu í dag, en ég veit að það lagast. Ég er bara þakklát fyrir það hvað ég er ofsalega hamingjusöm.
Endalaus hamingja í mínu lífi núna. Læknirinn minn er að trappa mig niður á þunglyndislyfjunum mínum og það er líka að ganga þetta vel, eins og ég segi, veit ekki hvað er að ske, veit bara að hamingja yfirgnæfir allt hjá mér þessa dagana. Og þannig vil ég hafa það, mér finnst þetta yndislegt líf. Mér finnst ég hreinlega ekki þekkja mig, ég man bara aldrei eftir því að hafa liðið svona vel áður........ ok..ég hætti áður en þið gubbið. Sorry, ræða bara ekki við þetta ÉG ELSKA YKKUR. hehehe smá gant hjá mér
Eins og þið vitið, þá er ekkert grín að vera svín og vera étin á jólunum....
Takk fyrir kíkið, endilega skiljið eftir einhver orð til mín í commentin elskurnar.
Lov ya...... kv. Linda litla og örverpið stóra.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Auðvitað hlýturðu að vera sæl og happy og meira að segja pappa-rassarnir eru farnir að birta myndir af okkur saman. Kanski að við ættum að sitja fyrir hjá Playboy líka og tyggja fjárhagslega framtíð okkur
Brúð-Gummi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 19:13
Æðislegt Linda að þér líður orðið svona vel,þú átt það bara skilið mín kæra
Guðný Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:28
Til hamingju með að vera komin á Topplistann. Ég mæli með að þú færir hann ofarlega t,d, undir EFNI.
Ps ef þú þarft aðstoð, þá aðstoða ég þig gjarna.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 19:57
Ég hef nú algrei verið hrifin af Geitungum,en gott að þaðvar frábær dagur hjá ykkur knús frá Óslandi
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:05
hei þú stalst mindunum mínum.
kv. kormákur
Korri cool (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:06
Nei, hvað sé ég, þarna ligg ég, neðst sjáðu til! Afhverju tók ég ekki eftir myndatökunni????? Aldrei fær maður frið!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:15
Gunnar ég myndi alveg þiggja aðstoð við það, kann ekkert á þetta.
Linda litla, 30.3.2008 kl. 21:22
Ég sendi þér e-póst... eftir smá tíma.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 21:28
Frábært, takk fyrir það Gunnar.
Linda litla, 30.3.2008 kl. 21:29
Brúð-Gummi minn. Hvernig væri nú að þú myndir fjárfesta í einbýlishúsi handa okkur á Hellu ?? Það er ekki svo galin hugmynd er það ?
Linda litla, 30.3.2008 kl. 21:31
Róslín. ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að þú ert mikið fallegri en grísinn, þó að hann sé smá krútt.
Gunnar. Takk kærlega fyrir hjálpina, þetta er allt annað.
Linda litla, 30.3.2008 kl. 22:12
Æ-i Linda mín!!
Ég er svoooo ánægð að heyra að þú sért hamingjusöm- þú átt það svo sannarlega skilið. Þú ert nefnilega svo mikið æði og yndi og átt bara þá mestu hamingju skilið sem völ er á - þú ert besti vinur sem maður gæti óskað sér, þú ert frábær mamma, og þú ert svo.......Frábær í alla staði.
Takk fyrir að vera til, takk fyrir að vera eins og þú ert og hjartanlega takk fyrir að vera vinkona mín.
Knúsur á knúsur- og enn meiri knúsur....og tvö föðm
Dísaskvísa
Dísaskvísa (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 22:19
Vigga: Fröken Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.... ert þú að reyna að græta mig hérna ?? Takk sömuleiðis fyrir að vera til, hvar værum við ef að við hefðum ekki hvor aðra ?? Ha ? Lífið væri tómlegt án þín og meira að segja ef að við værum ekki vinkonur þá væri ég ekki búin að fara svona oft til útlanda LOL
Knús til þín dúlla mín. Og...TVÖ FÖÐM
Linda litla, 30.3.2008 kl. 22:23
Frábærar myndir hjá þér og yndislegur drengur með "geitungann". Ég get svarið það að ef það væri meira gras í garðinum hjá mér þá hefði ég geit þar. Ég bara elska geitur og kiðlingar eru bara skemmtilegastir!
Dásamlegt að heyra hvað þér líður vel Linda mín. Bara yndislegt!
Ragnhildur Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 23:26
Mér finnast kiðlingarnir svooooo mikil krútt, það er eitthvað við þá og þeir eru svo mjúkir, lömb eru ekki svona krúttleg og mjúk.
Linda litla, 30.3.2008 kl. 23:28
Photoshopið í dag er magnað... aldrei að vita nema að þetta hafi ekki bara verið ég!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:11
hehehe það held ég ekki Róslín mín
Linda litla, 1.4.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.