31.3.2008 | 08:17
Láttu ekki taka þig með trukki.
Ég vaknaði 6:45 og mikið ofsalega leið mér vel, útsofin og krumpuð. Ég vakti Kormák, hann var ekki alveg tilbúinn að vakna, en það tókst fljótlega með smá djóki í honum og það endaði með því að hann fór hlæjandi á fætur. Ég sagði honum að þetta væri yndislegur dagur og mér þætti gott að vakna svona hamingjusöm og að ég elskaði hann alveg milljón...... hvað haldið þið að krakkaormurinn hafi sagt ??? Hann sagði " af hverju ferðu ekki í þáttinn hjá Dr. Phil ? " Kannski horfir hann aðeins of mikið á sjónvarp....... svo var hann að tala um að ég hefði aldrei vaknað svona skemmtileg með honum og aldrei verið komin á fætur á undan honum. Það er greinilegt að mín andlega líðan er öll að koma til. Jæja, hann er farinn í skólann sæll og glaður.
María og Hjörleifur koma í dag, ég verð að viðurkenna að ég hlakka ansi mikið að fá þau, enda hef ég ekki séð ömmustrákinn minn í einhverja daga, það er amk orðið allt of langt síðan ég sá hann. María ætlar að hjálpa mér og ég passa elksu Hjörleif á meðan. Hún ætlar að taka fyrir mig vaskaskápinn, baðherbergið og fl. í gegn og skúra hérna út fyrir mig, ég er svo asskoti léleg búin að vera síðustu daga/vikur í skrokknum.
Enn er ekkert að gerast í svalarmálunum hérna, ég ætla að hringaj í Félagsbústaði í dag og kanna hvernig málin standa, þarf líka að láta vita að útihurðin lokast ekki og það er ekert grín þegar verið er að kveikja í stigagöngum í blokkum hérna í kring. Held samt eða vona að það sé eithvað að róast þetta action sem búið er að vera í gangi hérna undanfarna vikur.
Ætli það sé ekki best að hætta þessu bloggeríi í bili, og kannski gefa strákunum mínum morgunmat og knúsa þá svo aðeins í klessu.
Eigið góðan dag elskurnar. Bestu kveðjur frá Lindu litlu, Tuma og Patta.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Ég er búinn að lesa - Góðan daginn - Ég fékk verk í kjálkann þegar ég sá myndina af Lindu piparmintur... mig langar í svona og það er skrítið að ég muni eftir bragðinu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 08:49
Ég vaknaði EKKI svona kát eins og þú í morgun,ég fór öfugu megin framm úren er orðin kát núna enda komin hádegi...
Frábært að þér skuli líða svona vel,og ert hamingjusöm,það kom að því að líf þitt breyttist til hins betra kéllingin mín
Guðný Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 12:44
Aumingas kisulóran
Helga Dóra, 31.3.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.