2.4.2008 | 22:51
Kvöldblogg inn í nóttina.
Kristbjörg mágkona er 35 ára í dag, til hamingju með dagin Kristbjörg.
Þetta er búið að vera góður dagur í dag. Ég byrjaði daginn á því fyrir klukkan 8 í morgun að labba með Kormáki í bakaríið, kaupa handa honum nesti og settist svo niður með rúnstykki og las blöðin, bensínið LÆKKAÐ VERÐ í dag..... frábært.
Fór til Bínu á efri hæðinni um hálf 11 í kaffi og kjaftagang, við getum talað endalaust þegar að við byrjum. Ekki nóg með það að ég hafi farið í kaffi heldur fóru strákarnir mínir líka í heimsókn þangað, og var þeim tekið svo vel þar að þeir voru eins og kvikmyndastjörnur hreinlega, þeir voru ofdekraðir með harðfisk, mjólk skinku o.þ.h. og að sjálfsögðu var myndataka í gangi líka, þvílíka athyglin sem að þeir fengu, það var meira að segja leikið við þá. Held að þeir séu að hugsa um núna að flytja að heiman.
Ekki besta myndin af Patta, en ég bæti úr því við tækifæri. Bína er að búa til þrívíddarkort og sauma í kort og þau eru alveg ofsalega falleg hjá henni, ég notaði einmitt tækifærið og keypti af henni 3 fermingarkort. Hendi inn einni mynd af listaverkinu hennar.
Endilega ef að ykkur vantar kort við öll tækifæri hafið þá samband við mig og ég kem ykkur í samband við hana. Eins og ég segi kortin eru ofsaelga falleg hjá henni.
Nú við mæðginin skelltum okkur í Hagkaup með Unni, og í góða hirðirinn líka. Ég keypti skó og buxur á mig í Hagkaup og skó og skyrtu á Kormák og hann er ekkert smá ánægður með hana, en það kom mér reyndar á óvart hvaða lit hann vildi, en hann er ekkert smá flottur í skyrtunni.
Nú svo var verslað af hollustu, núna erum við mæðginin að fara að taka okkur á og við keyptum banana, appelsínur, epli, perur, vínber, spínat, gúrku, sallatblöndu og fl. af ávöxtum og grænmeti. Já og ég leypti einmitt heilsubita hennar Ágústu og hann er svo harður að ég braut fyllingu upp úr tönn, er einmitt að spá í að fara í mál við hana og sjá hvort að ég fái ekki dvd æfingadiska frá henni í skaðabætur.
En annars bara frábær dagur og nóg hjá mér í bili, er þreytt og ætla að koma mér undir sæng. Hafið það gott elskurnar og sofið vel, ekki gleyma að fara með bænirnar. Kveðja og knús til ykkar frá mér Linda litla glaða.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Erlent
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
Nýjustu færslurnar
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
Athugasemdir
Flottur í bleiku litli töffarinn þinn knús til hans og kisurnar eru æði.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 23:23
Kormákur er bara flottur í svona bleikri skyrtu, man þegar ég var á þessum aldri og fékk einmitt bleika skyrtu og bleikt bindi!!! Mér þótti það rosa gellulegt, en það var alltaf einhver tala sem sprakk utan af mér!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:28
Oh, flottar myndir. Ég er forfallin kattakona og fæ aldrei of mikið af kattamyndum, en töffarinn í bleiku skyrtunni rokkar líka. Hafðu það gott!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.4.2008 kl. 00:15
flottur í bleiku - minn sonur er voða hrifin af bleiku - ekki annað komist að hjá honum í 2 ár - verður að eiga eitthvað bleikt - rosa flott skyrta.
Líst vel á ykkur í heilsubitanum - við mæðgin erum einmitt í þeim pakka og gengur vel, hafið það gott ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:39
Já og til hamingju með mágkonu þína hana Kristbjörgu
Berglind Elva (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.