Leita í fréttum mbl.is

Helgin búin jibbíjei.

Ég er örugglega sú eina í heiminum sem er þakklát fyrir það að helgin sé búin. Ég var að koma heim til Gullu í tóma íbúð. Gulla fór til Reykjavíkur í dag, en ég fer ekki fyrr en á morgun fyrir hádegi. Það var ekkert smá gott að koma hingað heim, hugsandi um það að ég er að fara heim, ég er drulluþreytt og alveg frá í bakinu. Áður en að ég fer suður á morgun ætla ég að kíkja á Rangárvallahrepp og sækja um íbúð, þó að það sé engin íbúð laus, þá kemst ég amk á biðlista. Ég hitti pa og ma ekkert um helgina nema í mýflugnamynd á föstudag, þannig að ég býst við því að kíkja aðeins á mömmu í fyrramálið áður en ég fer.

Næsta helgi verður hvíld út í eitt. Við erum búin að fá sumarbústað og ég ætla ekki að gera neitt annað en að hvíla mig, slaka á, liggja í heitum potti og sofa. Ég vona bara að Kormákur verði sammála mér með það og geri það sama.

Annars er eitthvað lítið sem að ég hef að skrifa núna. Þó að helgin hafi verið róleg, þá er ég samt uppgefin eftir hana.

Segi bara góða nótt og fagra drauma. kv. Linda litla þreytta og lúna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sofðu vel ljósið mitt  GN 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 23:11

2 identicon

ahh vildi óska að helgin væri lengri :( fannst þessi svo AAALLLLT of stut.

    En hvað sumarbústaður hljómar vel. Mig langar í sumarbústað og grillmat. :)

     Sofðu vært skvís :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband