7.4.2008 | 09:07
Atvinnubílstjórar ekki meira í umferðinni.
Hvar ætla þeir þá að mótmæla ? Þeir hafa staðið sig vel, truflað mikla umferð sem reyndar hefur tafið fyrir fólki, en ætli þetta sé að gera sig hjá þeim ?
Ég er ekki í umferðinni, á ekki bíl og er ekki heldur með bílpróf. En ég vona samt svo sannarlega að þetta virki eitthvað hjá þeim.
Atvinnubílstjórar ætla ekki að vera í umferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Ætli það sé ekki málið... niðurstaða af öllu þessu er að ef einhverjir eru ekki að tapa á háu eldsneytisverði eru það atvinnubílstjórar...þ.e. persónulega. Umræðan sem tengst hefur þessum uppákomum hefur leitt ýmislegt í ljós.. td að á Íslandi er lægsta eldsneytisverðið... minnstur hlutur ríkisins og hér er ekki neinn sérstakur umvhverfis eða mengunarskattur vegna útblásturs eins og í kringum okkur.... Sennilega er málstaðurinn farinn...
Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2008 kl. 09:49
venjulegur verkamaður er með 2500 kall á tímann í norðurlöndunum á meðan sá íslenski er aðeins með um 800 kall að meðaltali.með öðrum orðum er kaupmátturinn meiri þar. þú skilur það alveg er það ekki Jón Ingi? Eða viltu bara heyra það sem þú kærir þig um að heyra.
Glanni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:01
Glanni, ég held að það sé aðeins of mikið að segja að laun séu meira en þrisvar sinnum hærri á norðurlöndunum heldur en á íslandi. Annars getur varla verið að þú sért að mótmæla of háu eldsneytisverði. Mér sýnist að þú hafir verið fremstur í broddi fylkingar af jeppamönnum sem voru að mótmæla eldsneytisverði. Má ég spyrja, hve mikið eyðir þinn stóri jeppi?
Ólafur Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 11:17
Já já það er alveg sjálfsagt að svara því, hann eyðir á milli 15-17 ltr og er eingöngu notaður í hálendis og jöklaferðir, er með annan bíl til daglegra nota. Jeppamenn eru ekki sér þjóðfélagsþegnar, þeir eru fjölskyldufólk og reka heimili eins og aðrir í þjóðfélaginu. ef ég hefði mætt á bíl sem eyðir 5ltr /100 hefði þá ekki bara heyrst: Afhverju er þessi að mótmæla, hann þarf ekki að kvarta því bíllinn hans eyðir svo litlu.
Glanni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:35
PS. Hvernig bíla "má" fólk eiga að ykkar mati til þess að öðlast rétt til að mótmæla hú eldsneytisverði?
Glanni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:38
Mikill kurr er nú meðal fermingarbarna vegna stöðu efnahagslífsins, enda þykir þeim ástandið bitna mjög harkalega á þeim sem síst skyldi.
Erfiðara er nú en áður að koma gömlum flatskjám og heimabíókerfum í verð og eru dæmi um að unglingar sitji uppi með tvennt af hvoru eftir fermingar.
Þá kvíða margir bílprófinu enda bensínverð í sögulegu hámarki og því ekkert gamanmál að reka fermingarbílinn, hvað þá vélsleðann og mótorhjólið að auki.
Ólafur Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 11:58
Annars verður þú, Glanni, að segja satt með eyðsluna á jeppanum. Það má vel vera að þessi jeppi eyði 15-17 lítrum á hundraði í langkeyrslu en ég leyfi mér að efa það að eyðir því í þungu færi uppi á hálendi. Það er ekki óalgengt að svona bílar eyði jafnvel 50 lítrum á hundraði í slíkum ferðum.
Vitanlega er það í góðu lagi að stunda jeppamennsku en menn verða að gera sér grein fyrir því að það kostar pening. Höfuð málið er að þú virðist vilja að færri krónur af heimilisbókhaldinu fari í eldsneytiskostnað, þá er nærtækast fyrir þig að skera niður áhugamálið.
Ég hef sagt það áður að besta leiðin til þess að mótmæla háu verði á einhverri vöru er að kaupa minna af henni.
Ólafur Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 12:09
Á þá fólk bara að fara annan hvern dag í vinnuna og fara með krakkana í leikskólan bara þegar það er til peningur fyrir bensíni. Sumir geta bara ekki skorið neitt niður. Eldsneytis verðið lækkar ekki neitt þó að ég selji jeppan og fái mér gólfkylfu í staðinn.
Glanni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:45
Ef að þú átt í vandræðum með að fara í vinnuna og krakkarnir fái ekki að fara í leikskólann vegna þess að það er ekki peningur fyrir bensíni, þá ættir þú að hugsa um að selja jeppann þinn og gólfsettið.
Ólafur Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 13:06
Það eru greinilega misjafnar skoðanir á þessum mótmælum, ekki hægt að segja annað.
En varðandi að fjallaferðir séu dýrt hobbý, þá er það bara þannig að allt hobbý kostar eitthvað en er reyndar misjafnlega dýrt.
Ég vona svo sannarlega að bensínið lækki, þó að ég kaupi það ekki. Heldur er ég að vona það bíleigenda vegna, ég held að þaðsé nógu og dýrt að reka bíl þó að bensínið sé ódýrara.
Linda litla, 7.4.2008 kl. 14:33
Já það er rétt hjá þér Linda. En það virðist vera einhver misskilningur í gangi hjá þér Ólafur að þessi mótmæli snúist eingöngu um mig persónulega. En þar sem þú mótar skoðanir þínar út frá skrifum Bagglúts þá skaltu ekki búast við því að það sé mikið tekið mark á þér.
Glanni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:01
Fólk hvartar undan jeppunum sem eyða mikið..... það eru tekjur í þvi í þjóðarbúið. En já þeir sem væla yfir því fólki sem á jeppa sem eyðir.... hvaða áhugmál á það fólk.... öll eigum við okkar mismunandi áhugamál sem ÖLL kosta sitt. Á því að ráðast á þennan áhugamannahóp sem á jeppa sem eyðir..... þeir kaupa þá bara meira og það kemur út á hið sama.
Já meðal annars..... ef við horfum á sögu okkar Íslendinga þá er það víst að við vorum lengi vel kúgaðir og beyttir harðræði.... það er okkur líka að hafa lengi vel verið hin kúgaða þjóð sem bölvaði þegar hlutirnir réðust gegn hag okkar og sagt síðan "já og amen". Með því sögðu sætt okkur við harðræðið.... lesa bara íslandssöguna.... en já núna þegar ákveðinn hópur ákveður að láta í sér heyra á mjög svo virkan hátt er urrað á þá.... hvernig á það að vera hægt að mótmæla ef það er ekki gert á virkan hátt..... ekki mótmælum við í hljóði. Þeir bílstjórar sem hafa nú þegar staðið í ströngu með að mótmæla eru að gera það í þágu almennings. Ekki heyrir maður það sé sérstaklega verið að biðja um lægra eldsneyti á bara þeirra bíla heldur almennt.
Einnig er það víst að loks erum við að læra það af öðrum þjóðum að sitja ekki bara á rassinum heldur fara út og láta í okkur heyrast.....
Ekki er líka bara verið að stoppa umferðina til að mótmæla.... einnig má benda á þær aðgerðir sem fóru fram með "sumar 2008". Ekki var umferðin stoppuð þar og fólki boðið að koma vera með á mjög svo almennilegann og samheldin hátt.
Kv.
Einn sem á ekki jeppa né stóran bíl sem eyðir....
Ragnar (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.