Leita í fréttum mbl.is

Sitt lítið af hverju.

Þetta er búið að vera fínn dagur í dag, ég lá reyndar í rúminu fram eftir degi af því að mér var svo kalt, er ekki alveg að skilja það, það sem að ég er soddan hitapúki sem er alltaf með opna glugga og er allan daginn á hlýrabol. Nema ég var komin með 3 sængur á mig á tímabili, sofnaði reyndar með þær sem þýddi það að ég vaknaði alveg kófsveitt og sjóðandi heitt. Nú Hjörleifur Máni ömmustrákur kom í kvöld með foreldra sína, hann er auðivtað alltaf jafn yndislegur þetta krútt, en það eru einvherjar magapílur að hrjá hann og hann er svolítið pirraður seinni partinn, og var ekki alveg á því að skemmta sér með ömmu sinni.

10042008 009

En hann var nú aðeins hressari þegar líða fór á kvöldið.

10042008 039

Tumi var nú alveg að standa sig í barnapíustarfinu sínu.

10042008 049

Bína og Selma komu niður í heimsókn og leist þeim alveg ofsalega vel á Hjörleif (hvernig er líka annað hægt) 10042008 052Eins og svo oft áður, þá kom Bína með nesti með sér. Hún kom með fullan poka af smákökum, ég er búin að sjá það út að það er henni að kenna að ég er svona feit, hún er alltaf koma með eitthvað gúmmelaði með sér.

10042008 053Selma stoppaði aftur á móti stutt, hún var eitthvað slöpp og þegar Kormákur heyrði það þá varð hann alveg æstur í að fá að mæla hana. NEI... auðvitað var hann ekki með rassamæli..... hvernig dettur ykkur það í hug ?? Hann var auðvitað með ennismæli og Selma greyjið var með 38 gráður.

Annars er ég búin að vera að passa í kvöld turtildúfurnar Rúnar og María ákváðu að skella sér í bíó og fæ ég því að rifja aðeins upp mömmuhlutverkið á meðan, og það er bara yndislegt, alveg eins og í gamla daga.... það fer ekkert fyrir barninu, það bara steinsefur.

10042008 048Patti minn gerðist svo frekur og lagði sig í smátíma í barnavagninn, þeir sækja mikið þangað strákarnir mínir.

10042008 066Það er sko gott að kúra í fanginu á pabba sínum, þarna líður mér vel. Enda fór ég að sofa fljótlega eftir þessa mynd.

10042008 067Sumir voru orðnir þreyttir eftir góðan dag. Kormákur steinsofnaði í sófanum á meðan við Bína blöðruðum út í eitt. Ætli hann hafi ekki bara verið orðinn þreyttur á blaðrinu í okkur kjéllingunum.

Takk fyrir að nenna að lesa þetta. Eigið góða nótt elskurnar mínar.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir æðislegar myndir ömmustrákur algjör gullmoli yndislegt og frábær mynd af kisu og Kormáki sofnandiknús inn í nóttina

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 01:35

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 07:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesús minn hvað lillabarnið er mikil dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Ragnheiður

Gaman að þessu, litli kallinn er voða fallegur

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Fallegt barn að sjálfsögðu,hvernig er annað hægt með þessum foreldrum

Hurdu mig Liiiiinda mín,það er ekkert Bínu að kenna dödödö,þú verður að fara að læra að hafa munnin lokaðan hahaha eins og ég hahaha,ótrúlega var ég findin núna

Guðný Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband