Leita í fréttum mbl.is

Til sölu....

Þetta er búið að vera hinn besti dagur hjá mér í dag, María, Rúnar og Hjörleifur fóru rétt fyrir hádegið. Ég henti inn auglýsingu á www.barnaland.is þar sem að ég er að reyna að selja videospólur, aðallega barnamyndir. Ég er búin að selja 5 stykki, en það er nóg eftir af þeim ennþá. Ég tók smá svona spólu kast í fyrra og seldi videoið og rúmlega 50 barnamyndir. Það er ótrúlegt hvað það var mikið til af þessu. En ég sé engan tilgang í að vera að geyma þetta þar sem að það er ekki lengur til video á heimilinu.

video-game-old

Unnur kom í heimsókn alveg að drepast úr koffínskorti, þannig að auðvitað henti ég á könnuna handa okkur. Ég var fegin þar sem að ég helli ekki á kaffi fyrir mig eina og var orðin svolítið kaffi þyrst.

08042008 025

Það er komið fimmtudagskvöld, yndislegt. Við ætluðum að fara í bústað um helgina en ég hætti við það, er hálf blönk núna. En það er allt í lagi, við gerum bara eitthvað annað skemmtilegt í staðinn við mæðginin. Kormákur er að breytast í þorsk... eða Ýsu.... sel ??? amk eitthvað sem er alltaf í vatni, hann er alltaf í sundi þessa dagana, mér finnst það frábært, það er merki um að sumarið sé að koma og grundirnar gróa.

sick-shoesEkki mjög fallegir skór.....

2307871278_8483dc824aHvað er Steinn Ármann með í nefinu ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Á bara að hafa það huggulegt heima???Þú kannski skellir þér með okkur á laugardaginn í laugavegslabbið hmm

Guðný Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:49

2 identicon

Ég var einmitt að selja 8stk PS2 leiki á barnalandi  algjör snilld þetta barnaland búin að gera góð kaup þar og sölur !  En flottir þessir tásuskór eða hitt þó heldur

Harpab (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Linda litla

Já það er aldrei að vita Gulla, hvenær komið þið í höfuðborgina ??

Harpab alveg sammála þessir skór eru viðbjóður, það liggur við að maður finni táfýluna af þeim.

Linda litla, 10.4.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mig langar í svona ógeðslega skó... hvar finnur maður þá?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Linda litla

Ætli það sé ekki bara nóg að setja stroff á öklann á sér og safna táhárum

Linda litla, 10.4.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Við komum í bæin á morgun,svona ca öðruhvoru megin við hádegi,vona bara að trukkarnir verði ekki fyrir okkur

Guðný Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband