Leita í fréttum mbl.is

Engin málaferli í gangi.

Ég skrifaði um það um daginn, að hér hafi verið rifið niður handriðin af blokkinni hjá mér og við lokuð inni, sem sagt hurðin fest aftur utan frá. Frétti svo síðar að það væru málaferli í gangi varðandi viðgerðir og breytingum á blokkinni, en svo er ekki. Ég fór að spyrjast fyrir hjá félagsbústöðum varðandi það að læsa okkur inni og gera svo ekki meira varðandi breytingar. Ég fékk þau svör að engin málaferli væru í gangi, en þau hefðu verið fyrir löngu síðan, núna á að taka blokkina í gegn. Leyfi hefur fengist og þess vegna hafi verið byrjað að vinna hérna. Nú ég spurði þá hvort að mennirnar ætluðu ekki að fara að vinna þá eitthvað í blokkinni svo að við íbúarnir gætum þá kannski farið að opna svalardyrnar, þar sem að td hann patti minn gerir ekkert annað en að væla fyrir utan dyrnar og vill komast út í ferskt loft. Ok, hann hafði ekki hugmynd um það maðurinn. Fyrirtækið sem tók að sér verkið hefur þetta eftir sínum hentugleika, þeir þurfa bara að skila verkinu fyrir einhvern x tíma. Jæja, á fimmtudaginn í síðustu viku, þá var komið með vinnuskúr........

Unufellid 005

Ég og Bína á efri hæðinni, við dönsuðum húllahæ og chachacha í tilefni þess að núna færi að styttast í yfirbyggðu svalirnar okkar. Við settumst niður við eldhúsborðið, þömbuðum kaffi og plönuðum hvað ætti nú að fara út á svalir þegar að þær verða tilbúnar. Við plönuðum það svoooo mikið að það var hreinlega ekkert orðið eftir í íbúðunum okkar, heldur allt hreinlega komið út á svalir. Jæja, dagarnir liðu og alltaf biðum við Bína og plönuðum meira en ekkert skeði, vinnuskúrinn var staðsettur alltaf fyrir utan einmanna og ónotaður. Þangað til á þriðjudaginn...... þá byrjaði fjörið og eitthvað fór að gerast.

Unufellid 003

Þeir eru byrjaðir þessar elskur..... en auðvitað urðum við vinkonurnar svekktar yfir því að þeir byrjuðu a endanum.... þar sem að við bíðum alltaf eftir yfirbyggðu svölunum okkar.

Unufellid 004

En þetta er amk komið af stað. Núna ætlum við bara að fylgjast með þessu rólegar og kannski skreppa á eitthvað bæjarflakk til að kaupa okkur eitthvað til skreyta svalirnar með þegar þær eru tilbúnar Joyful Ég held áfram að leyfa ykkur að fylgjast með, þeas ef að þessi færsla var ekki alveg að drepa ykkur úr leiðindum.

Núna ætla ég að henda mér í sturtu og hrein föt. Ég á nefnilega von á skemmtilegum gestum í dag sem að ég hef ekki séð í margar vikur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var bara mjög góð færsla og ég vill gjarnar fylgjast með...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Loksins þeir eru þó allavega byrjaðir

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Dísaskvísa

Gaman gaman- þeir verða ótrúlegar snöggir þegar þeir byrja- við Sígretum það til okkar.

Sjáumst á eftir skvís

Dísaskvísa, 11.4.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega Vigga...... við secret-um það til okkar......ohhhh þú ert svo klár. Til hamingju með daginn í dag snúlla.

Linda litla, 11.4.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Brynja skordal

Frábært...Hafðu ljúfa helgi mín elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þetta í Seljahverfinu?

Njóttu helgarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Linda litla

Nei Jenný, ég er í Fellunum. Unufellinu.

Linda litla, 11.4.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband