11.4.2008 | 10:25
Engin málaferli í gangi.
Ég skrifaði um það um daginn, að hér hafi verið rifið niður handriðin af blokkinni hjá mér og við lokuð inni, sem sagt hurðin fest aftur utan frá. Frétti svo síðar að það væru málaferli í gangi varðandi viðgerðir og breytingum á blokkinni, en svo er ekki. Ég fór að spyrjast fyrir hjá félagsbústöðum varðandi það að læsa okkur inni og gera svo ekki meira varðandi breytingar. Ég fékk þau svör að engin málaferli væru í gangi, en þau hefðu verið fyrir löngu síðan, núna á að taka blokkina í gegn. Leyfi hefur fengist og þess vegna hafi verið byrjað að vinna hérna. Nú ég spurði þá hvort að mennirnar ætluðu ekki að fara að vinna þá eitthvað í blokkinni svo að við íbúarnir gætum þá kannski farið að opna svalardyrnar, þar sem að td hann patti minn gerir ekkert annað en að væla fyrir utan dyrnar og vill komast út í ferskt loft. Ok, hann hafði ekki hugmynd um það maðurinn. Fyrirtækið sem tók að sér verkið hefur þetta eftir sínum hentugleika, þeir þurfa bara að skila verkinu fyrir einhvern x tíma. Jæja, á fimmtudaginn í síðustu viku, þá var komið með vinnuskúr........
Ég og Bína á efri hæðinni, við dönsuðum húllahæ og chachacha í tilefni þess að núna færi að styttast í yfirbyggðu svalirnar okkar. Við settumst niður við eldhúsborðið, þömbuðum kaffi og plönuðum hvað ætti nú að fara út á svalir þegar að þær verða tilbúnar. Við plönuðum það svoooo mikið að það var hreinlega ekkert orðið eftir í íbúðunum okkar, heldur allt hreinlega komið út á svalir. Jæja, dagarnir liðu og alltaf biðum við Bína og plönuðum meira en ekkert skeði, vinnuskúrinn var staðsettur alltaf fyrir utan einmanna og ónotaður. Þangað til á þriðjudaginn...... þá byrjaði fjörið og eitthvað fór að gerast.
Þeir eru byrjaðir þessar elskur..... en auðvitað urðum við vinkonurnar svekktar yfir því að þeir byrjuðu a endanum.... þar sem að við bíðum alltaf eftir yfirbyggðu svölunum okkar.
En þetta er amk komið af stað. Núna ætlum við bara að fylgjast með þessu rólegar og kannski skreppa á eitthvað bæjarflakk til að kaupa okkur eitthvað til skreyta svalirnar með þegar þær eru tilbúnar Ég held áfram að leyfa ykkur að fylgjast með, þeas ef að þessi færsla var ekki alveg að drepa ykkur úr leiðindum.
Núna ætla ég að henda mér í sturtu og hrein föt. Ég á nefnilega von á skemmtilegum gestum í dag sem að ég hef ekki séð í margar vikur.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Þetta var bara mjög góð færsla og ég vill gjarnar fylgjast með...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 10:40
Loksins þeir eru þó allavega byrjaðir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:46
Gaman gaman- þeir verða ótrúlegar snöggir þegar þeir byrja- við Sígretum það til okkar.
Sjáumst á eftir skvís
Dísaskvísa, 11.4.2008 kl. 10:54
Nákvæmlega Vigga...... við secret-um það til okkar......ohhhh þú ert svo klár. Til hamingju með daginn í dag snúlla.
Linda litla, 11.4.2008 kl. 10:56
Frábært...Hafðu ljúfa helgi mín elskuleg
Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:15
Er þetta í Seljahverfinu?
Njóttu helgarinnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 12:17
Nei Jenný, ég er í Fellunum. Unufellinu.
Linda litla, 11.4.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.