12.4.2008 | 09:42
Hvað merkir þetta ? Af hverju er mig að dreyma ?
Þegar ég vaknaði í morgun, þá lá ég bara kyrr og hugsaði um drauminn sem mig dreymdi. Já, mig dreymdi....... mig dreymir aldrei, þannig að ég er viss um að þessi draumur merkir eitthvað. DRAUMURINN :
Ég var á svo ofsalega miklum blæðingum, ég sest á klósettið og horfi niður í það á meðan ég pissa og það kemur alls konar eitthvað niður úr mér eins og litlar garnir, ég verð hrædd í draumnum en held samt áfram að horfa niður. Þá kemur fóstur, mjög lítið það hefði passað í lófa minn. Það er engir útlimir á fóstrinu, þetta er eins og búkur og höfuð en alveg greinilega fóstur.... þetta fer allt niður í klósettið. Svo vakna ég.
Merkir þetta eitthvað ? Mér finnst þetta hálf óhugnarlegt og er alveg viss um þetta þýði eitthvað. Endilega þið sem hafið gaman að því að grugga í draumum, segið mér eitthvað um þetta. Mig dreymir aldrei.
Kv. Linda litla draumhrædda.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Minnir að það sé draumasíða hérna á Moggabloggi.
www.draumar.blog.is
Ragnheiður , 12.4.2008 kl. 11:57
Takk Ragnheiður, ég prófa þetta. Vonandi fæ ég einhver svör.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 13:00
Mér finnst eins og eitthvað sé að trufla þig, þú ert hrædd við eitthvað, hrædd við að þú klúðrir einhverju sem er þér mjög mikilvægt. Hvort það er einhver hugmynd eða eitthvert áform sem er að valda þér áhyggjum veit ég ekki en þetta var eitthvað sem þurfti að fara. Þú byrjar bara á nýrri blaðsíðu, og gerir hlutina aðeins öðruvísi. Aldrei að vera hrædd við drauma, þeir hjálpa þér að leysa úr vandamálum þínum og áhyggjum, smám saman lærir þú að túlka þá sjálf, það sem kemur fram í draumum þínum snertir sjálfa þig, hugsunargang, hegðun og atferli () og auðvitað hefur þú margt að hugsa og hafa áhyggjur af. Ekki hafa áhyggjur af þessum draum, fylgstu bara með þankagangi þínum og skoðaðu draumana út frá því kæra Linda mín.
En einn lítill draumur fyrir þig sem mig dreymdi ári áður en ég skyldi. Ég og fyrrverandi vorum að fara að sofa svona eins og fólk gerir stundum, nema hvað hann var ekki alveg normal í útliti, amk fannst mé það ekki. Synirnir tveir voru af einhverjum ástæðum inni í herberginu, til að bjóða góða nótt kannski, þeir sáu greinilega ekkert athugavert við pabba sinn. Ég passaði mig að segja ekkert en var með mikla ónotatilfinningu. Hann var sem sagt með sitt gamla höfuð en ekki sinn kunnuga líkama, höfuðið var fest á kindarskrokk eða hrútsskrokk, gáði ekki af því
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.4.2008 kl. 14:10
Getur kíkt líka inn á www.draumur.is fín síða..
Mig dreymdi einmitt mjög merkilegan hlut um daginn, sem ég held samt bara fyrir mig.. fráfarin langamma mín heimsókti mig!
Ég vona að þú finnir út úr þessum draumi..
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.4.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.