12.4.2008 | 23:08
Ég fékk ráðningu við draumnum!!
Blæðingar og fósturlát í draumi
Þessi draumur barst frá: Linda litla, lau. 12. apr. 2008
Ég setti þetta inn á bloggið mitt, til að reyna að fá svör. Þar var mér bent á þína síðu. Getur þú ráðið þennan draum fyrir mig ?
DRAUMURINN : Ég var á svo ofsalega miklum blæðingum, ég sest á klósettið og horfi niður í það á meðan ég pissa og það kemur alls konar eitthvað niður úr mér eins og litlar garnir, ég verð hrædd í draumnum en held samt áfram að horfa niður. Þá kemur fóstur, mjög lítið það hefði passað í lófa minn. Það er engir útlimir á fóstrinu, þetta er eins og búkur og höfuð en alveg greinilega fóstur.... þetta fer allt niður í klósettið. Svo vakna ég. Merkir þetta eitthvað ? Mér finnst þetta hálf óhugnarlegt og er alveg viss um þetta þýði eitthvað. Endilega þið sem hafið gaman að því að grugga í draumum, segið mér eitthvað um þetta. Mig dreymir aldrei.
Draumráðning:
Sæl Linda litla og takk fyrir að senda mér drauminn þinn. Ég tel ekki ástæðu fyrir þig að óttast þennan draum þó hann hafi örugglega verið óhuggulegur. Draumtáknin hér eru mjög samfallandi og líklegast er að draumurinn sé ábending til þín um að þú ættir að fara vel með þig, þ.e. huga vel að eigin heilsu. Draumurinn getur þó einnig verið fyrirboði einhverra erfiðleika og þá sérstaklega á þann hátt að einhver von sem þú hefur borið í brjósti bresti. Fóstur er gjarnan fyrirboði einhvers nýs, meðan fósturlát er fyrirboði þess að eitthvað gangi ekki eftir eða viðkomandi eigi að gæta að eigin heilsu. Garnirnar sem þú nefnir. Hafi þetta verið innyfli þín þá er það á sama veg, því það getur verið táknrænt fyrir ósætti einhverskonar og jafnvel missi. Klósettið getur einnig verið táknrænt í þessu til að undirstrika að ósættið sé tengt einhverjum sem þú vinnur fyrir.
Vona að þetta komi þér eitthvað á sporið með drauminn þinn.
Bestu kveðjur :)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.