Leita í fréttum mbl.is

Allt frá ömmubarni upp í blokkarviðgerðir.

Þetta er búið að vera frekar þreyttur dagur, búin að vera með hálfgerðann hausverk í allan dag. Ég er fegin að það er komið kvöld, þá get ég kannski sofið þetta úr mér. María og Hjörleifur komu í dag og ég fékk að passa ömmumúsina mína á meðan mamman fór til tannlæknis.

15042008 004

Við fórum svo á þvæling þegar að María kom aftur. Fórum í Sorpu þar sem að blankheitin eru svo mikil þessa dagana, ágætt að fá þar smá pening til að nota í Bónus, fór einmitt þangað að kaupa fyrir Tumi Dekurdós og Patta húsbóndahollan.  Fórum líka í Toys´R´us þar sem að María var að skipta gjöf sem að Hjörleifur hafði fengið. Krúttinu var stillt fyrir framan spilaóróa og sat hann þar og horfði og hlustaði á með aðdáun.

15042008 022

Nú, það er eitthvað að ske í blokkarbreytingum hér í Unufellinu. Þeir eru búnir að henda upp hér fyrir aftan blokkina og lítur allt út fyrir að þeir séu að fara að byrja á svölunum.

15042008 01815042008 019

Ég sat úti í svefnherbergisglugga í dag...... að reykja. Reyki út um gluggann á herberginu mínu þegar að Hjörleifur litli er hérna hjá mér. Nema að (ekki að ég hafi verið að forvitnast, ég bara var þarna) já, nema að fyrir neðan gluggann hjá mér voru 3 eða 4 menn að tala saman og greinilega var einhver þeirra frá Félagsbústöðum, þar sem að hann var að segja til að það yrði að setja ný grindverk og gera þetta vel.... frábært, blokkin og í kringum hana verður örugglega flott og snyrtilegt í sumar, Þ.e.a.s. ef að það verður ekki allt mölvað og brotið það sem verður sett nýtt.

15042008 01515042008 020

Ég átti von á konu frá heimilishjálpinni í dag, en hún átti að koma að meta mig og íbúðina klukkan 10..... ekki birtist konan, hún hringdi svo seinni partinn og sagðist hafa ruglað dögum. Þannig að hún kemur til mín á fimmtudag, vonandi fæ ég það gott mat að það verði gengið í það helsta hérna hjá mér s.s. skúringar, þurrka af og wc. Þá er ég sátt.

Jæja, klukkan að verða 11 og held að það sé best að fara að koma sér í bólið. Prinsinn á heimilinu á afmæli á morgun, en það verður ekki haldið upp á afmælið fyrr en aðra helgi.

15042008 023

Takk fyrir lesninguna, og bara fyrir allt í dag. Góða nótt og sofið þið vel, það ætla ég að gera þegar ég er búin að fara einn blogghring.

Kv. Linda litla hamingjusama mamman og amman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Kunnuglegt hverfi sem þú býrð í .  Ég er úr Breiðholtinu líka. 

Litli snáðinn er fallegur, en þú ert ansi ung amma! 

Af hverju þarftu heimilishjálp?  Ertu slæm í baki?  (þarft ekkert að svara frekar en þú vilt)

Emma Vilhjálmsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Linda litla

Hæ Emma og takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.

Ég er öryrki, er baksjúklingur. Með þrjú brjósklos að baki og tvær aðgerðir, ekkert gengur að laga neitt. Eftir síðasta brjósklos, sem gekk til baka, skildi það eftir sig ónýta taug í fætinum sem veldur því að vinstri fóturinn á mér er dofinn alveg niður í þrjár tær.  Svo hef ég verið mikill þunglyndissjúkllingur í mörg, og taugakerfið búið að fara. Núna er andlega hliðin á góðri uppleið, það er verið að trappa mig niður af geðlyfjum, enda líður mér súpervel andlega.

Úffff... ætli ég sé ekki búin að hella nógu yfir þig í bili. hehehe

Hverfið sem að ég bý í er Unufellið, ert þú líka hérna í fellunum ?

Linda litla, 16.4.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband