Leita í fréttum mbl.is

Yddari í afmælisgjöf.

Þetta er búið að vera strembinn dagur, mjög þreyttur. Ég rölti í Kanslarann rétt fyrir 12, var heldur lítið sofin, þar sem að ég kom heim til Gullu rúmlega 5 í morgun. Sem sagt, ein alveg búin á því.

Annars er lítið að frétta hjá mér, það er ferming á fimmtudaginn hjá Þóri Freyr, svo á laugardaginn verður haldið upp á afmælið hans Kormáks, hann ætlar að bjóða nokkrum vinum og við verðum með Pizzu og Star Wars köku. Svo á sunnudaginn verður fjölskylduafmæli, þar sem að ég vona að fjölskyldan okkar mæti í kaffi og kruðerý. Kormákur vildi fá síma í afmælisgjöf frá mér. En þegar Bína var í heimsókn í vikunni, við fundum ekki yddara svo að hún hentist upp að sækja einn og hann var rafmagnsyddari, Kormáki fannst hann svo flottur að han er hættur við símann og vill fá yddara í afmælisgjöf í staðinn. Hvaða 8 ára gömlu barni langar í yddara í afmælisgjöf ??? Þetta kom mér mikið á óvart. Ætli hann vilji fá strokleður í 9 ára afælisgjöf ??

Jæja, langaði bara að henda inn nokkrum línum, svona til að halda mér vakandi. Hafið það gott elskurnar of farið vel með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu það gott í sveitinni Linda litla - veit að þú kemur endurnærð í Rvk þrátt fyrir að vera vinna  - það er svo gott blessað sveitaloftið

Berglind Elva (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

kvitt og knús Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 19.4.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Duglega stelpa ertu. Til hamingju með yddara prinsinn.  Ég hef ekki heyrt meira frá þessum sem var að spá í hjólið svo það er þitt ef þú vilt og þú færð það á 12.000 og mátt borga um mánaðarmótin.  Knús elskan

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Stundum þarf svo lítið til að gleðja lítil hjörtu!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Brynja skordal

Góða skemmtun í sveitinni já svolítið sérstakt að prinsinn þinn vilji frekar rafmagsn yddara frekar en síma en þau vita hvað þau vilja góða nótt

Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 23:31

6 identicon

Til hamingju með guttann um daginn!! Ertu flutt inn til vinar þinns út á sandi hahaha. Það er nú svo auðvelt að fá leiguhúsnæði á Hellu............

Sigga Sig (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já hann Kormákur er greinilega hagsýnn og veit hvað máli skiptir   Er ekki frábært að eiga svona lítinn skynsaman prins sem biður ekki um mikið? Njóttu þessa ára í botn Linda mín

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.4.2008 kl. 05:11

8 identicon

Hann er bara bestur, Stattu þig stelpa okkur þykir vænt um þig , þu stendur þig vel

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:37

9 Smámynd: Linda litla

Sigga: NEI ég er ekki flutt inn til "vinar" míns á Hellu og kem ALDREI til með að flytja til hans.

Ásdís: Vertu í bandi við mig ef að þú kemur í bæinn og ef að þú getur tekið hjólið með, það væri geggjað. Ertu ekki með mailið mitt ?

Linda litla, 20.4.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband