Leita í fréttum mbl.is

Sjaldséðnir svartir svanir og hvítir hrafnar.

Gleðilegt sumar kæru bloggvinir mínir. Sumardagurinn fyrsti leggst mjög vel í mig. Ég kom austur á Hellu í gærkvöldi, Kormákur varð eftir á Selfossi og fór heim til Maríu en ég var hjá Gullu (núverandi eiginkonu í fjarbúð). Ég er að fara í fermingu á eftir hjá honum Þóri Frey frænda mínum, guð hvað þessir krakkar stækka hratt. Jæja, hendi svo inn einhverjum myndum úr veislunni í kvöld, þegar ég kem heim.

Eigið góðan sumardag elsku krúttin mín.

Sumarkveðja frá Lindu litlu.

Varðandi fyrirsögnina, þá eru svartir svanir eitthvað sem að mig langar að berja augum, og ekki væri verra að vera með myndavélina hjá sér.

knús í daginn. Kissing


mbl.is Svartir svanir á sveimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt sumar Linda mín og fjölskylda

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gleðilegt sumar (minn tilvonandi eiginmaður í fjarbúð) og takk fyrir þennan langa vetur

Guðný Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn hafðu ljúfan og góða sumardag

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

 Gleðilegt sumar, litla sys

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Gleðilegt sumar Linda mín  Efnið mitt er textað núna fyrir þá sem heyra illa, ef þú skyldir kíkja við

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.4.2008 kl. 14:25

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gleðilegt sumar elsku Linda  Þúsund þakkir fyrir margar frábærar færslur  Ha ! eiginkona í fjarbúð ?

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:37

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég var einmitt með myndavélina, en þeir voru styggir svörtu svanirnir og hvítu álftirnar líka.... og svo var rigning.....

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2008 kl. 18:39

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það skildi mig enginn þegar ég upplifði það að fara til Ástralíu og var spurð hvað mig langaði sérstaklega að sjá. Ég svaraði auðvitað: Svarta svani! (og reyndar kengúrur líka). Þannig að við erum eins að þessu leyti. Og alveg rétt, þeir eru æði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband