9.5.2008 | 19:15
Hvers á ég að gjalda ??
Ég er búin að vera með endalausar pestir í mánuð og er orðin ansi þreytt á þessu, ég hef nóg annað að gera við tímann en að vera alltaf lasin. Ég vaknaði í morgun eftir slæma nótt, alveg frá af hausverk, eyrnaverk og alveg frá í hálsinum og með hita. Halló !! er þetta ekki að verða ágætt hjá mér ?? Ég sem fæ nánast aldrei flensu eða pestar er búin að vera með svona ógeð í rúman mánuð. Jæja, ég staulaðist til læknis og þar fékk ég að vita að ég er með bullandi sýkingu í hálsinum, stíflaðar ennisholur, kinnbeinin stífluð og komin með í eyrun. Eftir læknatímann hjólaði ég í Hólagarð til þess að fara í apótek og leysa út lyfin sem mér voru ávísuð....... þau voru ekki til þar, ég stóð við aðgreiðsluborðið með bullandi hita, sveitt og óglatt og mig langaði hreinlega að fara að gráta. Nú ég fór heim, lagði mig í smátíma og fór svo niðrur í Mjódd áðan til að fara í apótek. Þar fékk ég lyfin. Núna var ég að detta inn úr dyrunum og ætla að gleypa í mig lyf og henda mér svo í sófann og horfa á dvd með Kormáki mínum.
Það er nú samt eitt gott búið að gerast í þessum veikindum, ég hef engu haldið niðri þar sem að Gullfoss og Geysir voru með völdin í ca. 10 daga. Ég er búin að missa 5 kíló í þessum veikindum mínum sem er sko EKKI slæmt, en það er samt helvíti hart að þurfa að vera veikur til þess að léttast eitthvað.
Nóg í bili.... ég ætla að fara að látta mér læknast, hafið það gott elskurnar mínar. Farið vel með ykkur.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Batnaðar bata kveðjur héðan
Sporðdrekinn, 9.5.2008 kl. 20:39
Æi vona að þú farir að hressast elsku dúllan okkar
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:46
Láttu þér batna essku snúllan mín
Guðný Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 21:05
Æ elskuleg mín, þetta er ekki alveg nógu gott. Vonandi vinna lyfin á þessari vanlíðan þinni. Knús elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 21:47
Eins og það rignir bæði á réttláta og rangláta þá dynja pestirnar á okkur öllum og ef eitthvað lögmál er að finna er það helst lögmál Murhpy's. En góðan bata.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2008 kl. 00:18
Vona að þetta fari að lagast hjá þér.....
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:45
Æ vonandi virka lyfin á þig dúlla fór einmitt með mína yngstu til doksa í kvöld sárlasinn greyið og jú strepptakokka sýking pensíl strax stóra systir hennar fékk þetta líka á mánudag og 2 önnur af mínum liggja veinandi af hausverk og beinverkjum 7..9...13...vona að við kallinn sleppum en veit um slatta sem eru með skítaflensur núna....sendi bataknús oh hafðu ljúfa helgi
Brynja skordal, 10.5.2008 kl. 02:32
"Æi, vork og hugg hugg", eins og við segjum á þessum bæ. Vona að þetta fari að lagast Linda mín. Þær eru hundleiðinlegar þessar pestir en lagast þó alltaf fyrir rest.
Skemmtilegar myndirnar í albúmunum hjá þér. Yndisleg börnin þín öll sömul og litlasta krúttið langar mann bara að knúsa sko
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 09:46
Æi Linda mín ég vona innilega að þér sé að skána. Ég hef ekki fengið flensu árum saman þegar ég verð allt í einu fyrir þessu um daginn, ekki beint flensa þó, og er alls ekki orðin góð. En þú ert svo ung og hraust og glaðleg og lífleg, best að koma ekki með fleiri lýsingarorð að þú verður fljót að ná þér. Láttu mig vita ef þú vilt að ég mæti á svæðið og syngi fyrir þig mín kæa Knús og koss frá Töru.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 10.5.2008 kl. 13:31
Ohhh dóttir mín liggur einmitt í sömu flensu og þú núna og er að leggjas í 4.skiptið
En til hamingju með Gullfoss og Geysir
Baráttukveðjur á öllum vígstöðvum
Didda, 10.5.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.