13.5.2008 | 00:04
Hörmungar í heiminum.
23.000 manns létust í Búrma, 10.000 hafi látist í Kína. Náttúruhamfarir er miklar þessa dagana, tugir fólks deyr, þetta er sorglegt hvernig náttúran getur tekið mörg mannslíf. Óveður í Bandaríkjunum, þessu ætlar ekki að linna.
Hugsið ykkur þessar hörmungar, hugsið ykkur ef að þetta væri landið okkar. Ættingjar, vinir og fjölskyldur sem fólkið er að missa. Það hlýtur að vera brýn þörf á áfallahjálp á þessum stöðum. RauðiKrossinn er örugglega á fullu með sína sjálfboðaliða að hjálpa þessu fólki.
Við megum vera þakklát fyrir Rauða Krossinn. Ég man þegar að Suðurlandsskjálftinn reið yfir 17 júní 2000. Ég átti þá heima á Hellu, Kormákur minn var skírður þennan dag (mér var reyndar bent á það síðar að ég hefði átt að skíra drenginn "Skjálfti Richter"). Nema jarðskjálftinn var ekki þægileg upplifun, fólk ruddist út úr salnum þar sem skírnarveislan fór fram í og það RUDDIST í orðsins fyllstu merkingu. Börn urðu undir þegar skírnargestir ruddu sér leið út. Ég og Garðar bróðir, tókum að okkur að fylgja/draga þá út sem frusu í sætunum. Ég var hrædd við jarðskjálftann en ekki svo mikið að ég missti mig. Mér fannst ég ein af þeim abyrgustu þarna, sem var í því að róa niður mannskapinn og hugga þá sem á því þurftu að halda.
Rauði Krossinn var með aðstöðu í skólanum og veitti þar fólki áfallahjálp sem á því þurftu að halda og það voru ansi margir. Rauði Krossinn er að vinna gott starf og er starfsfólkið sem aðstoðaði fólk var allt í sjálfboðavinnu.
Þessar hörmungar sem ríða heiminum á fullu núna eru skelfilegar en á svona stundum eigum við að hugsa til þessar góðgerðar......
10 þúsund látnir í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Hann gleymist nú seint þessi suðurlandsskjálfti sem var 17 júniJá fólk tapaði sér,
Guðný Einarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:29
Sæl Linda litla.
Já,nú er mikið um mannlegar þjáningar út um allan heim.
Það er bara eitt sem vantar við þennan fréttaflutning, þú getur auðveldega 5 til 7 faldað þenna fiölda látinna. Þetta eru ekki lönd sem degja sannleikann.Hér á ég sérstaklega BURMA og einnig KÍNA.
En þakka þér að sýna samhug þessum sálum.
Góður guð fylgi þér.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:40
þetta er hrikalega óhugnanlegt, ekki einu sinni hægt að ímynda sér... Þetta ástand í Búrma er svo sorglegt að ég gat ekki einu sinni hugsað um það og er varla búin að ná því sem gerðist í Kína. Ég vildi svo geta gert eitthvað til að hjálpa
í hvert sinn sem ég hugsa um Búrma og fólkið sem fær ekki hjálpargögn osfrv, ég verð bara svo hrikalega reið og fyllist vanmætti yfir því að geta EKKERT gert
halkatla, 13.5.2008 kl. 00:42
Ég myndi halda að það væri eðlilegt að fyllast vanmætti gagnvart öllu því sem gengur á í þessum stóra heimi. Við getum ekkert gert. Náttúruhamfarir eru alveg skelfilegar, en þegar að þær verða þá verður fólk að standa saman. Á svona stundum sjáum við hve mikið er af hjálparstarfsemi í heiminum, en samt virðist ekki vera nóg af henni þegar svona skellur á.
Fólk í hjálparstörfum á svo sannarlega hrós skilið og þarf heimurinn allur að taka þátt í að styrkja svona starfsemi, það þarf ekki að vera mikið. Margt smátt gerir eitt stórt. Og við þurfum ekki bara að hjálpa þegar að eitthvað skeður. Við getum styrkt t.d. rauðakrossinn, hjálparstofnum kirkjunnar og fleira allt árið, með litlum framlögum í einu. Það ætti ekki að breyta miklu fyrir okkur.
Linda litla, 13.5.2008 kl. 00:59
Enn hækka dánartölur og ég er hrædd um að langt sé þar til öll kurla koma til grafar í þeim málum. Hafðu það annars sem best Linda mín
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.