15.5.2008 | 20:02
Meira af villtu kynlífi...
Þetta er búið að vera hinn furðulegasti dagur..... ég hékk á netinu og í símanum í nánast allan morgun, og eyddi svo megninu af eftir hádeginu í bælinu í letikasti. Ég er búin að vera að hringja út um allt í morgun, og fæ svar með hús á Hellu um helgina. Ég vona svo innilega að ég fái þetta hús.... ég er nefnilega með einbýlishússasýki núna þessa dagana. Mig langar að búa í stóru einbýlishúsi með bílskúr og garði, og vera með snúrur í garðinum til að þurrka rúmfötin mín. En þetta kemur víst allt í ljós um helgina, og þegar ég kem heim að austan á mánudaginn þá segi ég ykkur hverngi helgin fór og vonandi fylgja þá myndir af húsinu.
Ég bara varð að hafa þessa fyrirsögn HA HA HA HA Það er einvher púki í mér í dag. Annars er ég eiginlega bara hálf þreytt eftir daginn, ég er búin að gera svo mikið af engu hehehe þannig að ég þyrfti eiginlega að leggja mig í dágóða stund eftir það. Kormákur kom heim úr skólanum með vini sínum og stoppuðu þeir stutt inni, fóru út að leika sér, svo hringdi Kormákur um klukkan 7 og spurði hvað hann mætti vera lengi... ég sagði honum að koma heim að borða en NEI.... hann var ekki svangur, það er svo gaman á svona góðum dögum, það er bara leikið sér út í eitt. En hann kemur nún um 8 leytið, og þá hendi ég honum í bað, við lærum og skríðum svo í rúmið og knúsumst.....
Segjum þetta ágætt, ætla að snáfast fram í eldhús og vaska upp og gefa loðnu strákunum mínum eitthvað að borða.
Hafið það gott snúllurnar mínar..... og ekki gera neitt sem að ég myndi ekki gera..... sem sagt ALLT LEYFILEGT.!!
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Flott hús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 20:05
Kynlífsfíkill ertu í dag, hvað varstu að gera í rúminu?? varstu ein??
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:07
Linda Kaldarholtsdóttir
Guðný Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:35
ha ha ha nei... ég var ekki ein. Ég er PERRI, kettirnir lágu hjá mér
Linda litla, 15.5.2008 kl. 21:38
Já, ég fékk þessa hugmynd hjá henni Jenný bloggvinkonu.
Heyrðu ég er búin að vera að leita að húsnæði á Hellu í allan vetur, og kannski er eitthvað að ske núna. Fæ að vita það um helgina.... bíð mjög spennt.
Linda litla, 15.5.2008 kl. 23:27
Ég sé strax hvaða hús þetta er á Hellu Gamli kofinn minn. Hafðu það gott dúllan mín
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.