Leita í fréttum mbl.is

Fólk er að pirra mig....

Mér finnst alveg óþolandi þegar fólk er að kommenta og er með einvher leiðindi, eins og í síðustu færslu. Þar er ég kölluð bjáni af því að ég greinilega hoppaði yfir setningu..... þá er ég bjáni að kynna mér ekki málið betur.

Þeir sem eru skráðir á blog.is gera ekki svona, en aftur á móti eru það óhamingjusamir leiðindapúkar sem gera í því að koma með leiðindakomment og þora ekki að koma fram undir nafni.... skrifa frekar bara Jón-Kalli- Siggi-Gunnar- Helga Sigga.... eða bara einhver nöfn, sem að þau heita örugglega ekki.

Hvað fær fólk út úr þessu ??

Finnst fólki fyndið að koma með leiðindi ??

Er þetta án gríns ekki bara óhamingjusamt fólk, sem þolir ekki fólk sem líður vel ??

Hvers vegna er til fólk sem gerir ekkert annað en að vera neikvætt og kvarta ??

Í guðanna bænum, ef að þú getur ekki komið almennilega fram á bloggsíðunni minni, viltu þá gera mér þann greiða að sleppa því að kíkja á hana ?? Takk Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Veistu að ég var að skrifa um daginn um eitthvað, man ekki hvað það var og þá kom einn og gjörsamleg "drullaði" yfir bæði mig og þá sem höfðu commenterað á undan honum. Og veistu, hefði aldrei látið hann finna það en langaði mest til að skæla. Hann er vonandi ekki að lesa núna. En það eru bara þó nokkrir sem virðast nærast á þessu. Alveg ótrúlegt og það er bara heilmikil vinna að halda áfram að vera jákvæð en mér tekst það svona la la. Stundum og stundum ekki.

Farðu vel með þig dúllan mín og hafðu það gott.

Anna Guðný , 21.5.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Dísaskvísa

Heyr heyr!!!  Fólk er fífl.

Ég skoðaði dóminn- þessi maður var að brjóta 4 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir eitthvað sem hann gerði í nóvember 2005.  Mér er sama!!!  Það er fólk að fá mun lægri dóma fyrir mun alvarlegri brot!! (fann ekki eldri dóminn).

Nenna að eltast við súpu sem karlinn borðaði í 10-11 á lækjartorgi.  Kommon- hvernig væri að nota meira púður í að rannsaka alvarlegri mál.

Dísaskvísa, 21.5.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Linda litla

kannski er þetta bara ég..... kannski er ég eitthvað pirruð og læt allt fara í taugarnar á mér..... ég ætti kannski að redda mér prozac og slatta af róandi.

Linda litla, 21.5.2008 kl. 21:09

4 identicon

Nei þetta er ekki þú!

Þetta er bara óþolandi dónaskapur í fólki.  Og að geta ekki kommentað undir nafni!!

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Iss... maður á ekki að kippa sér upp við þetta. Það er alltaf til fólk sem þykist vera fullkomið. Leyfum því bara að trúa því, og hlæjum bara. Einu sinni hringdi í  mig manneskja og kallaði mig fífl og fávita, og skellti síðan á. En það lýsti henni betur en mér... held ég.

Markús frá Djúpalæk, 21.5.2008 kl. 21:53

6 identicon

Mér finnst það lágmarks kurteisi að koma undir nafni.  Þetta er bara einhver fýlupúki og þú átt ekki að taka þetta persónulega Linda mín.  Ertu ekki annars farin að hlakka til ferðarinnar í sumar?  Lovjú

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Fólk er fífl,það er ótrúlegt að geta ekki komið hreint fram

Guðný Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst svona komment lýsa þeim sem skrifar þau, það kemur þér ekkert við.  Ekki taka til þín skítkast annarra, þeirra vandamál eru stærri en þín

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:33

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stundum nær þetta manni en oftast er mér nokk sama hvað ídjótar skrifa í athugasemdakerfið mitt.

Það er svo mikið af fólki sem á bágt

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 08:22

10 Smámynd: Linda litla

Ég reyni að láta þetta ekki far aí taugarnar á mér, en ég sprakk bara í gær. Ætli ég hafi ekki verið eitthvað viðkvæm á geði líka í gær, það eru ekki allir dagar dans á rósum..

Ég tek chill á þetta núna.

Linda litla, 22.5.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband