30.5.2008 | 01:49
Jarðskjálfti+Krónan+hauslaus maður........
Jæja, dagurinn byrjaði nú bara ansi vel, ég hentist á fætur um 10 skellti mér í sturtu og niður, það passaði María og ömmumús voru komin í bæinn og lent fyrir utan Unufellið. Þvílíka elsku krúttíbollan mín, það er held ég hálfur mánuður síðan ég sá hann Hjörleif síðast.
Hann er orðinn eitthvað svo stór og mannalegur eftir að María rakaði á honum höfuðið. En alltaf sama krúttíbollan. Jæja, leiðin okkar lá í nýju Krónubúðina í Lindunum sem átti að opna klukkan 11, lentum þar rétt rúmleg og ætluðum sko aldeilis að nota þessi frábæru tilboð sem voru þar í gangi...... en NEI.. við hættum við, þetta var biðröðin fyrir utan þegar þangað var komið.
Nú, við snérum við og ákváðum að kíkja bara í Smáralindina, geri reyndar ekki mikið af því að fara þangað., mér leiðist hún. En við kíktum m.a. í Söstrene Grene og þar keypti ég blómapotta fyrir nýju trén min og ég get sagt ykkur það að mér hefur alltaf fundist gaman að versla þana, ódýr og skemmtielg búð....... það eru breyttir tímar, ég ætlaði varla að tíma að kaupa þessa potta, þeir voru bara frekar dýrir og bara allt orðiðð dýrt þarna.
Nú þarna var maður sem að lá greinilega svo mikið á, að hann gleymdi bara hausnum á sér í búðinni.
Jæja, kíktum í Debenhams, Hagkaup, Vodafone, Tiger og eitthvað fleira. Eyddum bara ágætis tíma þarna. Nú svo prófuðum við nú aftur að fara í nýju Krónuna, það var allt annað. Það var jú heljarinnar biðröð en það var bara biðröð í pylsurnar sem verið var að grilla fyrir utan.
Nú auðvitað var SÁÁ álfurinn keyptur, myndin bara frekar dökk.... æææ
Krónan er mjög flott og stór og úrvalið af grænmeti og ávöxtum er alveg til fyrirmyndar sérstaklega miðað við að þetta er lágvöruverslun og þeir hafa hingað til ekki verið að selja fallegasta grænmetið/ávextina. Það var allt fullt af tilboðum og fröken Króna gekk um og var að gefa fólki smakkerý.
Þetta var hin myndarlegasta Króna og sú skemmtilegasta sem að ég hef hitt og var meira að segja svo almennileg að leyfa mér að taka mynd af sér. Geri aðrar Krónur betur hehehehe Nú á leiðinni úr Kóðavoginum fannst mér alveg tilvalið að taka mynd af stærstu byggingu á Íslandi, það eru jú ekki allir sem hafa séð hana.
Byggingin minnir mig nú eiginlega svolítið á skakka turninn í Piza... ég var samt ekkert búin að drekka þegar ég tók myndina...... sver það. Nú jæja.... núna lá leiðin heim í Breiðholt. Fórum upp með pakka og pyngjur og það var nóg af drasli til að bera upp. María fer að hræra graut fyrir Músa, hann borðar voða vel og svo bara drummmmmmmmm...... kom þessi jarðskjálfti. Ég fór aftur um 8 ár.... suðurlandsskjálftinn á Hellu þann 17 júní árið 2000. Þetta fannst mér heldur óþægilegt, en shit happens... þetta er jú bara jarðskjálfti, það er ekki eins og ég hafi ekki fundið hann áður.
Nú við fórum bara út og skruppum á rúntinn, þá lá leiðin til Brynju í Olís. Stoppuðum þar í dágóða stund að kjafta og hlusta á fréttirnar.
Þegar ég heyrði um styrkleikann þá hugsaði ég austur fyrir fjall, og fann mikið til með fólkinu þar. Ég hef upplifað þetta og það vil ég ekki öðrum, því að það er gífurleg hræðsla og ótti sem að fylgir þessu. Elsku íbúar þarna fyrir austan, þið eigið alla mína samúð og ég sendi ykkur styrk. Ég veit hvernig ykkur liíður. Ég vildi eiginlega að ég gæti bara farið í Hveragerði og hjálpað til í áfallahjálpinni. Ég var svooooo þakklát fyrir það að María og Hjörleifur hefðu komið í bæinn, af því að María er svo hræðilega hrædd við þetta og þá var nú betra að hún var hérna heldur en fyrir austan og það hjá mömmu sinni.
Jæja.... það verður víst að halda áfram að gera það sem þarf að gera... ég eldaði lambalæri í kvöldmat og buðum við Björk í mat þar sem að hún er jú ein af því að Bergur er farin í sumarfrí til pabba síns í Danmörku. Lærið var geggjað og sósan bara snilld hjá henni Björk og bæði fyrir of eftir matinn var sko dekrað og dúllað við litla sköllótta ömmustrákinn.
Þó að maður sé nú bara 4mánaða, þá er maður svo stór og duglegur og getur sko alveg setið og spjallað um lífið og tilveruna.
Elsku sunnlendingar.... ég sendi ykkur styrk og stuðning. Reynið að slaka á og þið sem sofið í tjöldum, fellihýsum, tjaldvögnum og þ.h. látið ykkur ekki verða kalt. LOV YA......
Linda litla.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Hann er sætur ömmustrákurinn þinn. Ég er með jarðskjálfta fóbíu. Ég verð ofsahrædd þegar ég finn jarðskjálfta. Ég þakka bara fyrir það að hafa verið heima þegar þessi stóri kom.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:03
ó mæ god, hvað fólk er bilað...þvílík örtröð þarna við Krónuna...skil vel að þið hafið snúið við og farið annað...
Alger knúsimús hann litli ömmustrákur
SigrúnSveitó, 30.5.2008 kl. 12:26
kvitti kvitt ég er alveg ferleg, gleymi alltaf að kvitta á bloggrúntinum mínum og hvað þá þegar maður stelur myndum af sjálfum sér bjútíbollan mín heyrumst
Mín veröld, 30.5.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.