8.6.2008 | 20:42
Home sweet home.... komin í sólina.
Talið er að 15,000 konur hafi tekið þátt í kvennahlaupinu á laugardaginn, sem þýðir það að ef að ég hefði ekki farið þá hefðu 14,999 konur tekið þátt. Gott að ég tók þátt, 15,000 er fallegri tala.
Heimasætan á Óslamdi sem tók þátt í kvennahlaupinu.... ein þeirra sem fór 4 kílómetra.
Jæja, annars bara að láta vita að við erum komin heim..... Kormákur fór reyndar áfram með systur sinni austur, hann ætlar að vera hjá henni í sveitinni þangað til á föstudag. Það þýðir það að ég klæði mig ekkert fram að föstudag og sef og blogga til skiptis alla dagana. Ummm.... hljómar alveg hreint yndislega. Skelli hérna inn nokkrum myndum sem ég tók á heimleiðinni. Heimferðin gekk mjög vel og lentum við í alls konar veðrum, það vantaði eiginlega bara snjókomuna.
Þessi finnst mér æðisleg, þetta er tekið rétt fyrir ofan Varmahlíð. Fallega gul náttúran.
Urðum að stoppa á leiðinni, það var svo yndislegt veðrið í Hrútafirðinum.
Fallegu börnin mín í sólinni.
Frumburðurinn minn
Örverpið mitt og frumburðarfrumburðurinn
Kormákur með Hjörleif Mána, hann er svo góður við hann. Hann elskar litla frænda sinn alveg út af lífinu. Þetta er tekið á pissustoppi í Borgarnesi.... fengum okkur reyndar líka ís þar.
Ein krúttmynd hérna í lokin sem var tekin í sveitinni.
15.000 konur tóku þátt í kvennahlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi
Athugasemdir
Æðislegar myndir
Mín veröld, 8.6.2008 kl. 20:59
Bara krúttaðar myndir...svo fullar af gleði og birtu!!!!
Mig dauðlangar að byrja bara í sumarfríinu NÚNA!!
Bergljót Hreinsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:20
Flottar myndir,en afhverju tókstu enga mynd af þér í sólinni ha???
Guðný Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:02
Veðrið var svo yndislegt, það bauð upp á myndatöku.
Gulla..... ég er ekki mikill snilllingur í sjálfsmyndatöku.
Linda litla, 8.6.2008 kl. 22:05
Nota börnin í það halló En þetta er ok ég man alveg hvernig þú lítur út sko
Guðný Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:19
Fallegar myndir af börnunum þínum. Ekki gleyma að borða þótt þú ætlir að vera í letikasti fram á föstudag. Knús en mikið rosalega dafnar litli kútur vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 22:24
Hann er ekkert smá líkur pabba sínum hann Hjörleifur Máni
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 22:32
Yndislegar myndir af yndislegu börnunum þínum
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:24
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:42
Yndislegar myndir.
Njóttu tín vel og eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 9.6.2008 kl. 08:40
Sætar myndir!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2008 kl. 12:32
Mikið rétt Hrönn, hann Hjörleifur er alveg eins og pabbi sinn. Ég kalla hann líka stundum litla Rúnar. Það er eins og barnið sé eingetið af föður sínum.
Linda litla, 9.6.2008 kl. 13:35
Sætar myndir
Sporðdrekinn, 9.6.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.