11.6.2008 | 20:12
Kormákur glaður...."pabbi er á netinu"
Við Kormákur fórum til læknis í dag á læknavaktina. Þetta er ofnæmi en læknirinn veit ekki við hverju. Kormákur var settur á ofnæmislyf sem hann á að taka í 4 daga og ef að hann fær þetta aftur þá þarf hann að fara í ofnæmispróf til að finna út hvað er að hjá honum.
Annars vorum við mæðginin að skoða fréttir á mbl.is og finnum þar frétt þar sem að Loftorka er að vinna við endurbótum á Kringlumýrarbrautinni, ég segi við Kormák "kannski sérðu mynd af pabba þínum í vinnunni þarna, fylgstu með" Og hvað haldið þið...... er ekki bara viðtalið tekið við Unnþór pabba hans.... vá hvað það skein gleðin og hamingjan úr augunum á barninu .... það var eins og hann hefði fengið Gull......
![]() |
Umferðatafir á Kringlumýrarbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 232969
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3
Athugasemdir
Nohh!! það er aldeilis:D frændi bara orðinn frægur
já þeir eru soldið líkir feðgarnir en þó hefur hann líka svoldið frá þér Linda; )
en vona að ofnæmið hverfi
Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:04
jeij, gaman fyrir strákinn!! Gæti þetta verið sólarexem...eða kannski frekar rigningarexem, eftir svaðilför helgarinnar norður...
alva (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:40
Harpan: Já hann er mjög líkur pabba sínum, en hann er loksins farin að líkjast kjéllingu þegar hann eldist...... veit samt ekkert hvort að það sé gáfulegt fyrir hann hehehe
Harpa S: Þarna fékkstu frægan frænda hehehe Takk fyrir að segja að hann hafi "svolítið" frá mér
Alva: Þetta er örugglega ekki sólarexem hehehe nokkuð ljóst, þetta byrjaði í rigningunni fyrir norðan. Læknirinn vissi ekki hvaða ofnæmi þetta gæti verið af því að þaða fylgir þessu ekkert, ekki kláði, nefrennsli, hiti eða neitt. En hann tekur lyf í 4 daga og svo eigum við að sjá til.
Linda litla, 11.6.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.