13.6.2008 | 10:33
Ótrúlegt... þetta minnkar ekkert....
Ég er búin að ná að fræðast aðeins um fimmtu véikina á netinu. Hún byrjar að koma fram í andliti s.s. á kinnum og höku og svo dreyfa útbrotin sér neðar á líkamann, fimmta veikin er bráðsmitandi og leggst á krakka á aldrinum 5-15 ára. Þessi útbrot ganga yfir á 4-5 dögum. Ok... Kormákur er 8 ára, sem sagt á þessum aldri, en það er það eina sem passar þannig að ég er búin að útiloka þessa fimmtu veiki. Nú útbrotin byrjuðu á fótunum á honum, og þau komu í andlitið á honum á 5 degi. Í dag er 7 dagur með útbrot og þetta er ekki að fara hjá honum. Hann er ekki með óþægindi með þessu, en honum finnst þetta "ógeðslega" ljótt.
Ég fór með hann á læknavaktina á miðvikudag, læknirnn vissi ekki hvaða útbrot þetta væru, en sagði að þetta væri alveg örugglega ofnæmi fyrir einvherju...... en hverju, hefur hann ekki hugmynd um. Nú hann lét hann haa Lórítín og agði að hann ætti að taka það í 4 daga, 1 töflu á dag og að útbrotin ættu að vera farin á laugardaginn, ef að hann fengi það aftur þá skildi ég panta tíma hjá ofnæmissérfræðingi.
Hann er að fara til pabba síns í dag og ef að það verða engar breytingar þá panta ég tíma strax eftir helgina.
Hér eru nokkur sýnishorn af barninu.
Þessar myndir voru teknar sérstaklega fyrir bloggfærslu núna rétt áðan.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
- Höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi
- Ekki alltaf sammála Svandísi
- 17% ánægð með störf Einars
- Líklegt að farið verði af neyðarstigi í dag
Erlent
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
Athugasemdir
elsku kúturinn vonandi kemur sem fyrst í ljós hvað þetta er
Mín veröld, 13.6.2008 kl. 11:57
hvað er sjá barnið omg. Líður honum ekkert illa?
Iða Brá (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:39
er hann að fara til Unnþórs?? en hvað með litlu guttana þar á bæ?? smitar þetta þá bara ekki??
en æj karlgreyjið, vona þetta fari að lagast!!
Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:25
Þetta er svakalegt...
Vona að það finnist sem fyrst hvað þetta er... Gott samt að hann hafi ekki kláða eða verki. Kall anginn.
Þekkiru Hafdísi á Súluholti???
Hulla Dan, 13.6.2008 kl. 20:54
Rosalega eru þetta skrítin útbrot!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:54
Úff...litla greyið!
Er örugglega ekki um fimmtu veikina að ræða?Útbrotin eru ekki ósvipuð...en ef þetta er ofnæmi ætti hann að klja suddalega....
Batakveðja!
Bergljót Hreinsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:36
OMG! Hvað er að sjá!? Ég myndi gera eins og HARPAN leggur til, hafa samband við Domus Medica, barnalæknavaktina. Þetta er alveg hræðilegt.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:49
Sólarexem - það mundi ég ætla.
alva (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 01:12
Æ elsku kallinn! Getur þetta ekki verið ofnæmi? Breytt þvottaefni, mýkingarefni eða eitthvað slíkt. Þið voruð í ferðalagi um daginn, getur ekki verið að hann hafi náð sér í þetta þá?
Ef að það er sólarexem væri það þá ekki bara þar sem sólin skein á bera húðina?
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar að ég var að skoða myndirnar að einn unginn minn fékk svona einhvern tíman. En ég með mitt gullfiska minni man bara ekki hvað það var, eða hvort að ég fattaði það bara nokkurn tímann
Sporðdrekinn, 14.6.2008 kl. 02:44
Þessi fimmta veiki á að taka 4-5 daga segja læknarnir, en þetta er búið að standa yfir í 8 daga í dag. Ég pantaði tíma í gær hjá lækni aftur af því að þetta jókst svo mikið og amma hans fór með hann til læknis af því að ég fékk ekki tíma áður en ég fór austur. Nú læknirinn heldur að þetta sé fimmta veikin, þó að hann sé búin að hafa þetta lengur. Hann vill að hann taki ofnæmislyfið lengur en læknirinn á læknavaktinni sagði. Ef að hann verður ekki betri á mánudag þá verðu eitthvað gert.
Þetta er alveg örugglega ekki sólarexem....
Linda litla, 14.6.2008 kl. 11:14
Hulla; Hafdís er kona Helga og Helgi er bróðir tengdamömmu dóttur minnar.... úffff.... skilurru ??
Linda litla, 14.6.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.