18.7.2008 | 01:31
Komin í helgarfrí.
Það eru alltaf allir að reyna að græða eitthvað.... hver vill kaupa eigur dauðs manns ?? Ok. James Brown var og er reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér, en kommon..... það er alltaf hægt að græða eitthvað á fræga fólkinu hvort sem það er lifandi eða dautt. Verður svo peningurinn sem kemur inn fyrir þetta notaður í að gera upp skattaskuldir söngvarnas látna. Held að það væri nær að gefa þess peninga í einhverja góðgerðarstarfsemi.
Jæja elsku bloggvinir mínir. ´´Eg er komin heim í helgarfrí en fer aftur austur eftir helgi. Ég ætla að eyða helginni með Kormáki og ætlum við sko að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að skella okkur í húsdýragarðinn og fara eitthvað í sund líka og ég ætla a.m.k. að liggja í heita pottinum/nuddpottinum þar. Það er búið að vera mikið að gera fyrir austan og ætla ég að vera aðeins meira þar og hjálpa aðeins til, Pabbi yfirmanns míns lést í vikunni og þurfa þau hjónakornin að huga að jarðarför og fleiru. En við Kormákur förum austur aftur á mánudag eða þriðjudag. það verður fínt, við verðum nú að prófa nýju sundlaugina og rennibrautina á Hellu. Jæja, það er a.m.k. gott að vera komin heim í bili, kíki betur í tölvuna í fyrramálið, ætla að fara að skríða í rúmið og hvíla minn lúna skrokk. Gott að vera komin aftur, þó að þetta verði stutt stopp. Ég hef ekkert smá saknað ykkar. |
Munir í eigu James Brown á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
James Brown er náttúrulega æðislegur, en að selja dótið hans til þess að borga skatta er náttúrulega hræðilegt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:36
Það verður nóg af fólki að kaupa þetta, en samgleðst þér hinsvegar að vera komin í helgarfrí.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2008 kl. 02:04
Velkomin heim í bili
Bestu kveðjur James Brown
alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 02:19
Velkomin heim og góða ferð aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 06:46
Gott að þú sért komin í frí ....var farin að hafa áhyggjur Njóttu þín
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 12:50
Góða helgi, njótið ykkar.
KVeðja Guðrún INg
Aprílrós, 18.7.2008 kl. 12:58
Gott að komast í SITT EIGIÐ BÓL Njóttu frísins mín kæra,bið að heilsa gorminum mínum
Guðný Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.