Leita í fréttum mbl.is

Komin í helgarfrí.

Það eru alltaf allir að reyna að græða eitthvað.... hver vill kaupa eigur dauðs manns ?? Ok. James Brown var og er reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér, en kommon..... það er alltaf hægt að græða eitthvað á fræga fólkinu hvort sem það er lifandi eða dautt. Verður svo peningurinn sem kemur inn fyrir þetta notaður í að gera upp skattaskuldir söngvarnas látna. Held að það væri nær að gefa þess peninga í einhverja góðgerðarstarfsemi.

james%20brown

 

Jæja elsku bloggvinir mínir. ´´Eg er komin heim í helgarfrí en fer aftur austur eftir helgi. Ég ætla að eyða helginni með Kormáki og ætlum við sko að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að skella okkur í húsdýragarðinn og fara eitthvað í sund líka og ég ætla a.m.k. að liggja í heita pottinum/nuddpottinum þar.

Það er búið að vera mikið að gera fyrir austan og ætla ég að vera aðeins meira þar og hjálpa aðeins til, Pabbi yfirmanns míns lést í vikunni og þurfa þau hjónakornin að huga að jarðarför og fleiru. En við Kormákur förum austur aftur á mánudag eða þriðjudag. það verður fínt, við verðum nú að prófa nýju sundlaugina og rennibrautina á Hellu.

gallery%2FSundlaug%2FDSCN0480_002

Jæja, það er a.m.k. gott að vera komin heim í bili, kíki betur í tölvuna í fyrramálið, ætla að fara að skríða í rúmið og hvíla minn lúna skrokk. Gott að vera komin aftur, þó að þetta verði stutt stopp. Ég hef ekkert smá saknað ykkar.


mbl.is Munir í eigu James Brown á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 James Brown er náttúrulega æðislegur, en að selja dótið hans til þess að borga skatta er náttúrulega hræðilegt.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það verður nóg af fólki að kaupa þetta, en samgleðst þér hinsvegar að vera komin í helgarfrí.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2008 kl. 02:04

3 identicon

Velkomin heim í bili

Bestu kveðjur James Brown

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 02:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim og góða ferð aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 06:46

5 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Gott að þú sért komin í frí ....var farin að hafa áhyggjur   Njóttu þín

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi, njótið ykkar.

KVeðja Guðrún INg

Aprílrós, 18.7.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gott að komast í SITT EIGIÐ BÓL Njóttu frísins mín kæra,bið að heilsa gorminum mínum

Guðný Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband