18.7.2008 | 16:24
Fagnar fríinu með syninum.
Nelson Mandela er níræður, ég myndi halda að það væri hár aldur fyrir blökkumann. Annars var það fyrirsögnin á fréttinni "fagnar afmæli með fjölskyldunni" sem að ég greip. Ég er svo fegin að vera komin heim að ég sá fyrir mér fyrirsögnina "fagnar fríinu með syninum" hehehhe Það sem af er degi er búið að vera fínt. Ég vaknaði við það eftir hádegi að Vigga var að vekja mig og ath. hvort að hún ætti ekki að skutla mér í Bónus áður en að þau Florin færu í bústað. Það var sko vel þegið, þá get ég verslað inn allt í einu heldur en að hjóla kannski tvær ferðir í Bónus. Ég keypti í einn poka af kattamat og í tvo poka eiginlega bara grænmeti og ávexti, við ætlum að skella okkur í hollustuna við Kormákur. Við Vigga kíktum líka aðeins á útsöluna í PIER og það eru geggjaðar vörur til þar, væri til í að henda öllu mínu innbúi og endurnýja allt þarna úr búðinni, en ég hef víst ekki efni á því, get það kannski þegar ég verð milljónamæringur, ef að það verður einhver tímann hehehe Brynja kemur í mat í kvöld og ég ætla að hafa kjúklingabringur og ferskt salat og hvítlauksbrauð. Svo er ætlunin að fara í húsdýragarðinn um helgina og ég á von á Maríu og Hjörleifi í heimsókn, vorum að spá í að kíkja í Kolaportið. En við mæðginin erum líka búin að ákveða það að við ætlum að fara daglega í sund. Það er æðislegt að vera komin í frí, ég hef ekkert smá saknað hans Kormáks míns. Við höfum vorum hreinlega komin með fráhvörf frá hvort öðru. jæja, segjum þetta gott í bili... þangað til næst hehehe gúddbæ beibs.
|
Fagnar afmæli með fjölskyldunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Það er alltaf svo gaman hvað maður er glaður að hitta börnin eins og það er oft gaman að fá smá frí. Hafðu það gott elskuleg og njóttu frísins
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 19:03
Já þið hafið nú ekki verið mikið nálægt hvort öðru þennan mánuðinn myndi ég segja...Hafið það gott
Guðný Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 19:49
Kíktu aðeins á bloggið mitt.....Ekki verða reið
Guðný Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:52
Gaman að lesa loksins frá þér Linda Litla Superkvendi! Þú ert þá komin í frí, til hamingju með það. Það er eins með þig og mig, mig vantar svo kattarmat en þarf að hafa svolítið fyrir því af sérstökum ástæðum og svo er ég komin í hollustuna líka líkt og þú og Kormákur Það vill svo vel til að það ætti ekki að líða meira en vika í að ég verð komin á litla sæta Yarisinn minn. Er það ekki draumur?! Ekki bókstaflega meint, þetta er staðreynd Þá hætti ég nú að vera löt að fara í leikfimi niðri í bæ!! Samt óþolandi að geta ekki haft stöð í þessu fyrirmyndarhverfi okkar Breiðholtinu. Kannski hugmynd að atvinnu? Tökum okkur nokkrar saman og opnum líkamsræktarstöð og rekum hana með sóma
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.