Leita í fréttum mbl.is

Kynlíf um verslunarmannahelgina.

Ég var að skoða fréttirnar á www.mbl.is og þegar ég er að skoða þessa frétt þá stendur Kormákur á bak við mig og bendir á smokkinn og segir "mamma, hvað er þetta ?" Ég hugsaði auðvitað... jæja þá er komið að því og hann er ekki nema átta ára. Ég segi við hann " þetta er smokkur og karlmenn setja hann á tippið á sér þegar þeir sofa hjá konum svo að hann geri þær ekki óléttar. Já okey..... segir þá ormurinn.... hann veit sem sagt meira en ég hélt því ekki spurði hann meira út í þetta.

Jæja, við komum heim í gærkvöldi... það var alveg yndislegt. Kormákur og Elín fóru í sund í dag og eru svo búin að vera að leika saman og hún ætlar að gista í nótt. Þau eru svo yndisleg saman, þau eru eins og lítil hjón þessi krútt.

júlí 2008 030

Það sem að var frábært að sjá þegar ég kom heim í gærkvöldi var það, að núna eru svalirnar tilbúnar og það er búið að klæða okkar helming af húsinu, þvílík breyting sem varð.

júlí 2008 020

Sjáið bara breytinguna á húsinu, hvað okkar hlið er orðin rosalega flott. Tumi og Patti eru líka ánægðir, eða aðallega Tumi. Patti er svekktur yfir því að geta ekki hoppað á stillansana og stungið af eins og hann var mjög gjarn á að gera.

júlí 2008 031

Svo er maður aðeins byrjaður að setja dót út á svalir, en þetta er rétt byrjunin (auðvitað er Bína fyrirsætan á þessari mynd) Þettu eru jú svalirnar sem að við erum búnar að vera að bíða eftir síðan fyrir páska.

júlí 2008 027

Selma kom aðeins í kvöld.... æðislegt að sjá hana... hún er komin með smá bumbu. Það var ekkert farið að sjá á henni þegar ég sá hana síðast. Ég var einmitt að segja við Bínu í dag þegar við fórum að mála bæinn rauðann að það væru óléttar konur út um allt, ekki myndi ég vilja vera ólétt í þessum svakalega hita, kræsturinn.

júlí 2008 024

Sjáið bara þessa litlu krúttlegu bumbu (ég vildi nú að mín bumba væri svona lítil hahaha) Jæja, Vigga kom í dag að sækja Florin og þeirra leið lá svo austur og ætla hún og Hafdís að fara með erlendu kærastana sína í óvissuferð til Vestmannaeyja (til útlanda) í dagsferð. Það verður örugglega æðislegt.

júlí 2008 023

Það er a.m.k. ljóst að þau fóru hamingjusöm héðan, eins og sést á þessari mynd.

Jæja, þetta er nú orðið ágætismyndablogg hjá mér.... alla vega gott að vera komin heim og ég er einmitt komin heim í bili...... en sem sagt... bara góða nótt og takk fyrir að nenna að lesa og skoða elskurnar mínar, hafið það gott knús í hús á ykkur.

Kv. Linda litla svalargellan mikla.


mbl.is Umræða um kynferðismál Íslendinga oft skrýtin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Já það munar sko miklu þegar að það er búið að klæða þessar elskur. Til lukku með nýju svalirnar

Sporðdrekinn, 30.7.2008 kl. 01:15

2 identicon

ahhh gott að vera með svona gott skjól á svölunum þínum, ég væri til í svona hjá mér, þótt engar svalir séu en skjól vantar oft hérna. 

Sætar myndirnar.

Góða nótt í borgina

alva (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 02:14

3 Smámynd: halkatla

vó fúll kisi! skiljanlega... en ég segi bara njótiði veðursins og alls sem er að gerast

halkatla, 30.7.2008 kl. 02:44

4 Smámynd: Hulla Dan

Æðislegir kettir
Smokkamál... Bwhahaha lent í þeim nokkrum og líka að útskýra túrtappa og dömubindi  Held að ég sé ekki best í þess konar útskýringum.

Knús á þig inn í daginn

Hulla Dan, 30.7.2008 kl. 06:11

5 identicon

váá....! æðislegar svalirnar þetta er þvílíkur munur.... og svo byrjuð að týna á svalirnar farðu nú varlega í það , miða við planið hjá þér hvað þú ætlar að setja þar verður þetta frekar geymsla en svalir....! hehehe.....

gaman að sjá bumbu hjá henni Selmu, það styttist í þetta er hún ekki sett í haust??  verða Hjörleifur Máni og barnið hennar ekki jafnaldrar...!

Maja frumburður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:29

6 identicon

var að spá í með þessa ruslpóstvörn.... þeir sem eru lélegir í stærðfræði fá þeir bara ekkert að kommenta??

Maja frumburður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:30

7 Smámynd: Linda litla

Jú, strákarnir ykkar verða jafnaldrar. Hún er sett 24 nóvember.

Varðandi ruslvörnina... það eru ekki heldur allir sem vita hvað summa er....

Linda litla, 30.7.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Flottar svalir og gott að þú ert komin aftur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:09

9 identicon

alltaf heyrir maður nú eitthvað nýtt...

hvar fékkstu þessa stóla???

(það er semsagt mjög gáfað fólk sem kommentar hjá þér.... þegar þú bloggar færð þú þá deilingar dæmi??) 

Maja frumburður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:16

10 Smámynd: Linda litla

Nei María, ég fæ bara fargmöldunardæmi.

Unnur gaf okkur Bínu tvo stóla hvor, henni voru gefnir þeir einhver tíman í vetur og hún hafði aldrei pláss fyrir þá. Þeir eru búnir að vera í horninu hérna inni í stofu í soldin tíma, varstu ekki búin að taka eftir þeim ? Öðrum var reyndar hvolft yfir hinn.

Linda litla, 30.7.2008 kl. 11:29

11 identicon

nei það fór alveg framhjá mér .... en ég er búin að sjá ískápinn inni í stofu.... hehe.... fer hann og frystikistan svo líka út???

Maja frumburður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:11

12 Smámynd: Linda litla

Jebb, þegar kistan er farin út þá er pláss fyrir þurrkgrind inni í þvottahúsi, þá þarf hún ekki lengur að vera í stofunni og já ísskápurinn fer líka út á svalir þ.e.a.s. þessi sem er í stofunni hehehe

Linda litla, 30.7.2008 kl. 12:38

13 identicon

það verður munur að kíkja... verst að ég kemst ekkert fyrr en eftir rúmar 2vikur....! :( en þá komum við Hjörleifur og málum bæinn rauðann

Maja frumburður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband