Leita í fréttum mbl.is

Skálað í lok verslunarmannahelgar.

Í síðustu færslun minni minntinst ég á árásina í miðbænum síðasta föstudag. En strákurinn sem varð fyrir árásinni hann leigði íbúðina mína á Helu fyrir einhverjum árum. Ég er að vinna með frænda hans og hans sagði að hann hefði farið í aðgerð á hendinni, en hann var bæði stunginn í bakið og lungun rétt sluppu en svo fékk hann líka stóran skurð á hendina, en læknarnir voru einmitt að reyna að tjasla saman sinum og vöðvum skilst mér. En hann slapp samt ótrúlega vel og ég held að hann eigi að fá að fara heim í vikunni, býst við að hann komi á Hellu, en þar er megnið af fjölskyldu hans, hann er frá Chile.

Jæja, en við mæðginin komum til Reykjavíkur í morgun með rútunni. Kormákur eyddi helginni með systur sinni og fjölskyldu og átti hann alveg frábæra helgi. hann sagði að þessi helgi hefði verið miklu skemmtilegri en helgar með mér he he he Guð minn eini hvað ég hlýt að vera leiðinleg.

Ég pantaði mér bók á netinu um daginn og hún kom með póstinum í dag. Þetta er bókin "BURT MEÐ DRASLIÐ" ég tek hana með mér í rúmið í kvöld. Ég kannski drullast til þess að taka til í skápunum, skúffunum og hillunum á heimilinu og henda einhverju af þessu drasli sem ég er alltaf að sanka að mér. Skil ekki hvað ég er alltaf mikill safnari, samt finnst mér ég alltaf vera að henda einhverju. Alveg er þetta ótrúlegt.

Við skáluðum í vinnunni eftir lokun í gær, það var reyndar ekki skálað í áfengi. Nei, þetta var óáfengt vín og það var bara nokkuð gott. Kormákur fékk að vera með og setti upp heldur skrítinn svip þegar að honum var rétt staup...... hann leit á glasið og svo mig hehehe og auðvitað mátti hann vera með. Jæja, en þetta var síðasti dagurinn hjá Hafdísi. Hún er að fara til Póllands á miðvikudaginn með kærastanum, það verður örugglega æðislegt hjá þeim.

Ágúst 147

Þessa mynd tók ég af liðinu sem var þarna eftir lokun. Starfsfólk, ættingjar og kúnnar.

Ágúst 153

Svo tók Kormákur aðra, þar sem að ég fékk að vera með á myndinni.

Ágúst 152

Og svo pósuðu "pæjurnar" í afgreiðslunni fyrir mig. Hafdís og Vigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eins gott að hann slapp með lífið blessaður drengurinn, óska honum góðs bata. Auðvitað fannst dúlludúsk mömmu sinnar meira gaman um helgina heldur en hjá þér, það er líka gaman á jólunum en ósköp gæti manni leiðs ef þau væru alltf. Ég er viss um að honum finnst þú lang best af öllum.   Hafðu það gott elskuleg. Techy

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta ofbeldi er skelfilegt. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Hulla Dan

Hata misþyrmingar og menn sem stunda þær. Vona að vinur þinn nái sér að fullu. Hlýtur að vera hrikalegt að lenda í svona árás. Jesús Pétur!

Skál (í óáfengt) og hafðu það gott.

Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Flott þetta ....SKÁL FYRIR ÞVÍ

Guðný Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Gott þú ert komin aftur.

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:20

6 identicon

hmmmm... það er ekki nóg að kaupa bók..... hmmmm.... og sofna yfir henni..... hmmmmm...

Maja frumburður (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kvitt þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 5.8.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtilegar myndir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2008 kl. 02:40

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Hey! Ég verð að fá að heyra meira af þessari bók, er nóg að opna hana og fer þá draslið?

Ég vona að ungi maðurinn nái sér fljót.

Sporðdrekinn, 6.8.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband