Leita í fréttum mbl.is

66 millur á mánuði..... hver hefur gott af því ??

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér launum á Íslandi. T.d. þessi maður sem er með 66 milljónir í mánaðrlaun.... hvað er að ?? Af hverju er allt svona á Íslandi ?? Ég meina kommon, maður með 66 millur á mánuði.... ég næ ekki einu sinni 2 millum á ári. Þó er inn í því líka meðlag og barnabætur og slíkt. Hvers vegna þarf þetta að vera svona ?? Ég er sko ekki að segja að ég vilji hafa þessar milljónir á mánuði, ég held að enginn hafi gott af því. Ég yrði sko fullkomnlega ánægð með 500.000 á mánuði, það væri til þess að ég hefði fyrir mínum skuldum, og fyrir mat og öllu því sem að þarf til heimilisins, fatnaður á soninn, kannski eitthvað hobbý, ég gæti sett hann á skóladagheimili í skólanum, ég gæti borgað mötuneytið fyrir hann í skólanum og ýmislegt fleira og jafnvel lagt eitthvað fyrir á mánuði. En þetta er eitthvað sem að ég hef ekki getað.  Já VÁ það væri breyting og svo sannarlega til batnaðar. Ég fór tvisvar erlendis í fyrra. Ég fór til Spánar að heimsækja vinkonu mína og ég hefði ekki getað það nema af því að dóttir mín og tengdasonur borguðu ferðina fyrir mig, þau sem sagt buðu mér. Svo fór ég til Kúbu með þessari vinkonu minni sem ég heimsótti til Spánar og ég hefði ekki getað það, nema hún bauðst til þess að setja ferðina á visa kortið sitt og ég er að borga henni tæpar 4500 krónur á mánuði í ferðina.

Ég væri sko alveg til í það að hafa efni á því að fara til útlandi einu sinni til tvisvar á ári með syni mínum. En það er reyndar stefnan..... ég er að reyna að leggja eitthvað fyrir svo að við getum gert eitthvað saman, hann hefur aldrei farið erlendis ennþá en langar mikið og ég stefni að því að fara eitthvað með hann.

En þessi andsk... launamunur, hvernig getur þetta verið hægt ?? Á þetta að vera hægt ?? Ef að ég hefði allan þennan pening í mánaðarlaun, ég væri með samviskubit út af honum. Ég er ekki viss um að ég myndi taka við þessu öllu, en ef að ég gerði það þá væri ég örugglega að styrkja rauða krossinn, hjálpræðisherinn, mæðrastyrksnefnd, fjölskylduhjálp og örugglega fleiri slíkar stofnanir um a.mk. 2millur á mánuði hvert.

Skildu þessir menn með þessar tekjur gefa eitthvað af peningunum sínum til góðgerða ?? Það eru miklar vangaveltur í gangi hjá mér... Mér finnst hreinlega vanta Hróa hött hingað til Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefur enginn gott af þessu en í okkar litla landi búa tvær þjóðir   Money 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Obbobobb...maður gæti sko alveg notað þessar millur...en ég held samt að maður yrði ógó þreyttur á að hugsa upp eitthvað nýtt í hverjum mánuði til að eyða í....sko...mig laaaangar í hús....temmilega stórt og með góðum garði....en mig vantar svosem ekkert annað....svo ef ég fengi þessi laun bara einu sinni á ári...ja...þá væri ég nú bara sátt....he he...

Ég veit ekki hversu mörg líf það tæki mig hins vegar að fá þessi mánaðarlaun konkrít...

Bergljót Hreinsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Birna M

Ég gæti kannski notað allar þessar millur, en ánægðust væri ég bara alveg skuldlaus og með tekjur sem nægðu fyrir öllu sem mig vantaði og í öruggu húsnæði. Engar stórar villur eða rándýrir jeppar.

Birna M, 7.8.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Hulla Dan

Veistu, þó ég hefð kannski ekki gott af því þá væru þessar millur meira en velkomnar í minn vasa.
Ég hef heldur ekkert haft gott af að reykja en samt látið mig hafa það. Og sem verra er, jafnvel notið þess.

Hulla Dan, 7.8.2008 kl. 19:24

5 identicon

ég væri til í að eiga þessar millur þó svo að tvær myndu duga mér í bili, en samt ekki lengi því jú við búum á íslandi

Unnur Dögg (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Græðgi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

já græðgi.

Gunnar Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 20:16

8 Smámynd: Anna Guðný

Og það ótrúlega er að honum finnst hann trúlega vinna fyrir þessum launum og eiga þau skilið. Hm....

Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 23:20

9 Smámynd: Aprílrós

já græðgi.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 7.8.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Hulla Dan

Ég ER gráðug!

Hulla Dan, 9.8.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband