Leita í fréttum mbl.is

Fallegar gjafir og góðir dagar.

Jæja, þá er komið fimmtudagskvöld. Við Kormákur komum í bæinn á Þriðjudaginn, lentum heima í Unufelli á hádegi og vorum farin afutr út minnir mig um klukkan 2 og komum við ekki heim fyrr en eftir kvöldmat. Á miðvikudag þá vorum við farin út fljótlega eftir hádegi og ekki komum við heim fyrr en um kvöldmat eins og fyrri daginn, jæja við ákváðum að við skildum vera heima á fimmtudag og þvo þvott og taka til. Nú ekkert varð úr því fyrir hádegi, þá tók letin öll völd. Iða Brá, Besti og Helga Brynja komu í heimsókn efitr hádegið, þegar þau fóru þá skelltum við okkur í bakaríið og fengum okkar pasta að borða, ákváðum á heimleiðinni að kíkja við á hársnyrtistofunni Hárblik í Eddufellinu og kanna hvort að Kormákur fengi klippingu og hann fékk hana.

Ágúst 175

Svona lítur hann út að aftan.

Ágúst 174

Og svona lítur hann út að framan.

Nú fljótlega eftir að við komum heim þá komu María og Hjörleifur Máni í heimsókn, elsku krúttíbollan ömmusrtrákurinn minn hann Hjörleifur stækkar og stækkar, mér finnst hann alltaf vera stærri í hvert skiptið sem að ég sé hann. Hann er svo ofsalega duglegur strákurinn að amma gamla er bara hreinlega að springa úr stolti.

Ágúst 181

Sjá elsku ömmumúsina mína, hann elskar líka að komast í dótið hennar ömmu. Það er svo allt öðruvísi heldur en dótið heima. Jæja, svo kom Unnur í heimsókn en það er orðið langt síðan að hún hefur sést. En þegar allar heimsóknirnar voru farnar þá kom Bína mín niður og við sátum og kjöftuðum þangað til núna. Þessi dagur hefur sem sagt verið alveg bókaður hjá mér og ég ekkert getað þvegið þvott eða getað tekið til.... og ég sem er að fara austur á morgun. En það verður að' hafa það, ég verð bara duglegri í næstu viku. En á mánudaginn kemur Bergur vinur okkar í heimsókn og verður hjá okkur í einhvern tíma á meðan mamma hans er á sjúkrastofnun að fá góða hjálp og aðstoð. Hlakka til þegar hún kemur heim aftur endurnærð og fín.

Ég ætla að skella inn hérna í lokin myndum af perluföndri sem að vinkona mín er að gera og ef að þið hafið áhuga á, þá get ég reddað ykkur svona ef að ykkur vantar gjafir á góðu verði.

Ágúst 189

Hún selur parið af kertastjökunum á 1000 krónur, sem er ekki mikið. Veit reyndar ekki með það sem er utan um kveikjarann, hún gaf mér það fyrir nokkru síðan. En ef að þið hafið áhuga á því þá er bara að senda mér e-mail á lindajons@msn.com

Ágúst 187

Hún er með alveg ofsalega mikið litaúrval og þetta er falleg gjöf. Endilega sendið mér á mailið ef að þð hafið áhuga eða skiljið eftir skilaboð í kommenti og ég kem því til skila.

Jæja, segi þetta bara ágætt í kvöld, er orðin drulluþreytt á því að gera ekki neitt í dag. Því segi ég bara góða nótt eslku vinir og bloggvinir og sofið þið vel.

Kv. Linda litla AMMA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið að gera hjá þér stelpa.  Flottur strákurinn um hárið, bara tilbúinn í skólann, verðið þið í bænum í vetur eða fyrir austan?  ömmulingur stækkar og stækkar, mikið er hann fallegur drengurinn. Hafðu það gott Linda mín  og góða nótt.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottir strákar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:59

3 identicon

Þú ert rík Linda mín, góða nótt.

alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég varð nú bara þreytt við lesturinn, ertu ofvirk kona?

Sporðdrekinn, 8.8.2008 kl. 03:24

5 Smámynd: Hulla Dan

Fallegir strákar sem þú átt
Hlakka svo til að verða amma.

Hulla Dan, 8.8.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Brynja skordal

Fallegir eru drengirnir þínir Gullmolar hafðu ljúfa helgi Elskuleg:)

Brynja skordal, 8.8.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband