Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur.

Þetta er búið að vera ágætis dagur í dag, fyrir utan smá erjur á milli Kormáks og Bergs vinar hans sem verður hérna hjá okkur fram á fimmtudag. Við fórum í bíó klukkan 6 og fórum að sjá The Mummy, allir sáttir með myndina og glaðir. Brynja fór með okkur og skemmti sér alveg jafnvel og við hin. Þegar myndin var búin þá brunuðum við í Kópavoginn á McDonalds og fengum okkur að borða og eftir það skelltum við okkur í bíltúr í Heiðmörk, það var bara æðislegt. Stoppuðum þar á tveimur stöðum og við fengum öll útrás í fallegri náttúrunni, önduðum að okkur fersku lofti og horfðum á kanínur skoppa í kringum okkur. Sem sagt frábær dagur í dag. Morgundagurinn er óráðinn, ætli hann fari bara ekki í bónusferð og svo í leti. Letin er reyndar alltaf til staðar hjá mér, finnst ægilega gott að henda mér bara upp í sófa og kveikja á dvd og sofna yfir því.

jæja, nóg í bili. Takk fyrir daginn og góða nótt krúttin mín.

Kv. Linda litla Bíófari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gott að þið nutuð ykkar í dag.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 13.8.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott með krökkunum þinum, börn þurfa alltaf að kíta smá, lífgar bara upp á tilveruna.  GN 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 00:28

4 identicon

já, börn þurfa að læra að rífast líka :)

alva (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þetta hefur verið góður dagur hjá ykkur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:15

6 identicon

svo gerum við það hum helgina að við förum upp í heiðmörk með nesti og teppi og verum þar í einhvern tíma?? díll?

Maja frumburður (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband