13.8.2008 | 16:12
Miðillinn og ég.
Þetta var magnað...... það mætti hreinlega halda að maðurinn hafi verið búinn að kanna mína fortíð áður en ég mætti á svæðið. En hann gat það víst ekki þar sem að hann vissi ekki meira um mig nema að ég héti Linda þegar að ég kom. En núna veit hann allt, það er ótrúlegt hvað þetta er magnað.
Hann tilkynnti mér það m.a. að ég væri að flytja mig um set á næsta ári og ég myndi fara úr fjölbýli í einbýlishús...... mig er búið að dreyma um þetta síðan í vetur, ég vissi að það kæmi að því. En hann sagði líka að einbýlishúsið væri ekki stórt, en það væri nóg og stórt og að ég ætti eftir að vera mjög sátt í því. Fyndið því að mig langar að búa í stóru einbýlishúsi svo að ég hafi bæði gestaherbergi og herbergi fyrir strákana mína Tuma og Patta.
Ég spurði hann hvort að hann gæti sagt mér hvort að ég væri að fara á sjúkrastofnun og í aðgerð fljótlega, hann játti því en sagði að þetta væri aðgerð en samt væri ég ekkert veik og sagðist ekki alveg vita af hverju ég væri að fara í þessa aðgerð en að hún ætti eftir að ganga vel og ég ætti eftir að verða mjög ánægð. hehehe samkvæmt því sem að hann segir... þá er ég að fara í hjáveituaðgerðina INNAN 3 MÁNAÐA !!!! JAHÚ !!!! Geggjað, og ég sem hélt að ég þyrfti að bíða í ár eða eitthvað.... en nú er bara að bíða og sjá til hvað er til í þessu og hvað er að marka. Hann sagði ýmislegt meira, en það er bara eitthvað sem að ég ætla ekki að setja hérna á INTERNETIÐ hehehe glætan.
En ef/þegar eitthvað rætist, þá læt ég ykkur sko vita.
Nóg í bili..... lovjúgæs.
Linda litla miðlafari.
p.s. hann sá líka útlandaferðina hjá mér dóttur minni í vetur, og hann sagði að hún yrði vel heppnuð og það yrði mjög gaman hjá okkur.
p.s. Lóa.... það var á mörkunum að hann bæði að heilsa, við spjölluðum jú aðeins um þig.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Íþróttir
- Fram Stjarnan kl. 20, bein lýsing
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
Athugasemdir
Gaman að þú ert svona ánægð, þetta getur verið ótrúlegt hvað menn virðast sjá hluti. Njóttu alls þess góða sem þú átt í vændum.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 16:27
Þetta var alveg magnað Ásdís og núna bíð ég spennt eftir því að sjá hvort að eitthvað rætist
Linda litla, 13.8.2008 kl. 18:53
Já gaman að þessu. Hvaða miðils fórstu til ef ég má spurja ?
Guðrún INg
Aprílrós, 13.8.2008 kl. 19:33
Hann heitir Ólafur Hraundal og hann er alveg magnaður. Hann er í sálarrannsóknarfélaginu í Síðumúla.
Linda litla, 13.8.2008 kl. 20:22
Ég sagði að hann væri flottur........hann er líka svo indæll og góður..Það gott að heyra að þér fannst skemmtilegt að fara til hans..Ég hef aldrei farið til hans sjálf,held líka að hann sé of skyldur mér og viti of mikið um mig til að það sé skemmtilegt fyrir hvorugt okkar.Hafðu það gott elskan.Knús frá Hellunni..
Agnes Ólöf Thorarensen, 13.8.2008 kl. 22:05
svo förum við bara í útlandið og ef það verður ekki gaman þá sendum við honum reikninginn he he
Maja frumburður (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:35
Ég verð að koma í kaffi sé ég til að fá að heyra það sem þú vilt ekki setja á netið hummmmm........
Dísan (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.