Leita í fréttum mbl.is

Kúba hér, Kúba þar, Kúba hér og þar og alls staðar.

kastró

Jæja, Fídel Kastró fyrrum forseti Kúbu er 82 ára í dag.

Við fórum 4 kvennsur í ferðalag til Kúbu í desember síðastliðnum, og var það ætlunuin að sjá Kúbu og lífið þar á meðan Fídel var við völd..... við rétt sluppum. Í Janúar á þessu ári, rétt mánuði eftir að við komum heim frá Kúbu, þá tekur Raul völdin þar. Við rétt náðum að skoða Kúbu undir völdum Fídels.

Núna langar mig að fara aftur til Kúbu og sjá breytingar þar, það eru ýmsar breytingar en ekki miklar. Raul tilkynnti það ekki alls fyrir löngu að fólkið þar eigi ekki alltaf bara að bíða eftir góðum fréttum. En við skulum vona að Kúba haldi áfram að breytast til batnaðar smátt og smátt.

Vigga er mikið búin að "suða" í mér að fara þangað í vetur, en ég get það bara ekki, fjárhagurinn leyfir það ekki. En ég gæti alveg hugsað mér að fara á næsta ári, þá ætti ég nú kannski að vera búin að safna mér eitthvað fyrir ferð þangað.

Við ætlum að vera á sama hoteli og við vorum á í fyrra. Það hotel er ekki í boði hjá Heimsferðum, en það heitir Las Morlas og er það yndislegasta fólk á jarðríki. Kúbverjar eru yndislegt og hamingjusamt fólk, þó að enginn sé ríkur þar og þó að fólk búi liggur við í kofum þá er þetta fólk sátt, nægjusamt og hamingjusamt. Stundum ættum við íslendingar að taka það til fyrirmyndar.

Ég er gjörsamelga komin út í allt aðra sálma..... Fídel.. HAPPY BIRTHDAY.


mbl.is Afmælisdagur Kastrós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það verður gaman að komast aftur til Kúbu, hvenær sem er, held ég. Bíð með að mér takist að sannfæra minn heittelskaða um að það sé sniðug hugmynd, honum fannst erfiðara en mér að horfa upp á þá fátækt sem vissulega er sýnileg í Havana.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.8.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Linda litla

Við vorum í Varadero en vorum með bílaleigubíl og keyrðum til Havana og ég get sagt þér það að þegar við vorum að ganga markað í Havana, þá varð ég að yfirgefa hann. Ég þoldi ekki að horfa upp á betlarana, það var allt of sorglegt fyrir mig. Ég er allt of viðkvæm fyrir slíku, yfirgaf markaðinn áður en ég hreinlega brotnaði niður.

Linda litla, 13.8.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á eftir að fara, það er efst á listanum að sjá Kúbu áður en annaðhvort ég eða Fiddi gefa upp öndina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Linda litla

Mæli með því Jenný. Kúba er æðislegt land.

Linda litla, 13.8.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Didda

Fór til Kúbu í nóvember 2006...og gerðist algjör móðir Theresa gat ekki horft uppá alla þessa fátækt og aumu og veiku hunda og hesta (fór aldrei í hestavagn)....tók með mér fullt að nammi litabókum litum stílabóku nammi klósettpappír og ég veit ekki hvað og hvað.....fór svo í sveitirnar þar sem fátæktin er mikil og gaf og gaf og gaf líka í Havana (þá gáfu ferðafélagar mínir nafnið móðir Theresa)....verða ég kannsi dyrðlingur

En ég myndi samt vilja fara aftur kannski 2010 þá verður KANNSKI eitthvað farið að breytast 

Didda, 14.8.2008 kl. 00:13

6 identicon

oh, örugglega æði!!

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:18

7 Smámynd: Linda litla

Við fórum einmitt hlaðnar gjöfum með t.d. föt, snyrtivörur, 100 stílabækur, blýanta, dömubindi, 100 tannkremstúpur, tannbursta, alls konar skólavörur, verkjatöflur og ýmislegt fleira. Og það var sko ekkert mál að losa sig við þetta, eins og okkur fannst við vera með svakalega mikið. Stundum var alveg rifist um þetta, sumir voru frekir og heimtuðu meira og aðrir þakklátir fyrir að fá eitthvað gefins.

Fátæktina höndlaði ég ekki, ég hef greinilega of lítið hjarta til að horfa upp á slíkar hörmungar.

Linda litla, 14.8.2008 kl. 00:31

8 identicon

Þetta var geðveik ferð hjá okkur Linda- ég er ekki hætt að rella í þér- verðum að fara aftur  plís.

Dísan (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband