Leita í fréttum mbl.is

Aðlögunardagurinn stóri.

Það er kominn 1. september. Mér finnst sumarið rétt að byrja og það er kominn 1. september, ég er ekki alveg að átta mig á þessu.

Kormákur og Bergur komu heim úr sveitinni í gær og voru held ég báðir ánægðir með helgina, hitti Berg ekki en mér skilst að honum hafi þótt gaman, sá það á síðunni hjá mömmu hans. Kormákur var a.m.k. ofsalega ánægður með helgina. Hann fór í skólann í morgun á sínum tíma auðvitað og þegar hann kem urheim þá verður enginn heima.

Ég er að fara í aðlögun í Bónus á eftir klukkan 14:00 og verð til lokunar. Ég er búin að tala við Unni þannig að ef að eitthvað kemur upp á hjá honum þá hringir hann bara í ömmu sína. Það verður víst ekkert sem kemur upp á, en gott að hafa einhvern á bak við til öryggis.

Síðasta vika er búin að vera mjög róleg hjá mér, ég er búin að gera ótrúlega mikið af því að sofa. Ég hef ekki einu sinni sett í þvottavél..... ég lýg því, ég er einmitt búin að setja í þvottavél og gleyma því aftur og aftur og er þess vegna búin að þvo þennan þvott ansi oft...... og hann hefur ekki þornað ennþá. Skil ekki þessa endalausu leti í mér.

Hjörleifur litli ömmustrákurinn minn kom í heimsókn í gær auðvitað með pabba sínum og mömmu þegar þau skiluðu Kormáki, og ég er ekki frá því að ég hafi séð tvær tennur en ekki eina. Þvílíki töffarinn sem hann var í snjáðum gallabuxum og gul köflóttri skyrtu skyrtu með uppbrettar ermar og hvítri peysu innanundir. Er bara ekki búin að tæma kubbinn í tölvuna, fáið að sjá myndir seinna.

Jæja, segi þetta gott í bili, þarf að fara að snáfast í einhver föt og koma mér í "vinnuna" æðislegt, mikið hlakka ég til að fara að vinna.

Takk fyrir að lesa, ef að þú gerðir það.

K v. Linda litla bónusstelpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Góða skemmtun í nýju vinnunni.

Anna Guðný , 1.9.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Brynja skordal

Gangi þér vel í nýju vinnunni

Brynja skordal, 1.9.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Ragnheiður

Góða skemmtun í vinnunni

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Aprílrós

Gangi þer vel í Bónus vinkona. ;)

Aprílrós, 1.9.2008 kl. 19:11

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu þess að vinna, það er svo gefandi en passaðu samt uppá heilsuna.  Knús Walking The Dog Female Dating 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 20:06

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gangi þér vel í nýju vinnunni þinni.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.9.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband