Leita í fréttum mbl.is

Svefninn sækir á mig endalaust, hvað er til ráða ??

Jæja gott kvöldið félagar. Þetta er búinn að vera frekar mikill letidagur hjá mér, fyrir það fyrsta þá drullaðist ég ekki á fætur fyrr en rúmlega hálf 3. Mikið var samt gott að sofa og vera latur he he he. Eyddi smá tíma í tiltekt, en samt allt of litlum. Án alls gríns, ég er að drepast úr leti og syfju, veit ekki hvað er með mig, ég virðist þurfa að sofa í 12-18 tíma. Þetta er eiginlega óþolandi. Jæja, við Kormákur fórum í hjólreiðatúr seinni partinn og VÁ !!!! ég var að springa, ég hélt hreinlega að ég myndi ganga frá mér endanlega. Ég var svoooo móð og svitinn vá, hann spratt á mér á ofsahraða. Guð minn eini hvað ég var fegin þegar við komum heim aftur og þá var ég búinn að ganga alveg fram að fótunum í hjólreiðatúrnum, ég hélt að ég kæmist ekki heim...... ég var næstum farin að gráta þegar ég kom í stigann og hugsaði "kommon, af hverju bý ég uppi á 3 hæð, af hverju er ég ekki á jarðhæð".

Annars er dagurinn bara búinn að vera fínn, þetta litla sem ég hef verið vakandi. Kormákur var duglegur að læra eftir kvöldmat, svo horfði hann smástund á imbann og fór svo inn að sofa.... Nákvæmlega HANN fór inn að sofa. Þetta hefur ekki skeð í ár og aldir, hann vill alltaf að ég komi með sér inn og við lesum saman´, hann er eitthvað smeykur við nóttina. Nema núna fór hann inn þegjandi og hljóðalaust og ég heyrði bara allt í einu að hann var inni í herbergi að lesa, hann var örugglega að lesa fyrir kettina, því að aldrei þess vant þá fóru þeir inn með honum.

María og Hjörleifur koma á morgun, býst við því að þau komi fyrir hádegið. Veit ekki alveg hve lengi þau ætla að stoppa, en það kemur bara í ljós.

Jæja, segjum þetta gott í bili. Hafið það gott elsku vinir og takk fyrir lesninguna ef að þið nenntuð að lesa þetta. Góða nótt og farið varlega inn í nóttina.

Kv. Linda litla svefnpurrka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ef þú hreyfir þig meira, verðurðu minna þreytt ... ég nenni ekkert að hreyfa mig þessa dagana (vikurnar) og er þess vegna alltaf syfjuð

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 2.9.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Linda litla

Ég á bara svo hræðilega erfitt með að koma mér á fætur...... veit að ég verð að hreyfa mig. Þarf að gera eitthvað í þessu sem fyrst.

Linda litla, 2.9.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Kannast því miður allt of vel við þetta, hjá mér er valdurinn þunglyndi.

Ég vona að morgundagurinn færi þér orku!

Sporðdrekinn, 3.9.2008 kl. 04:43

4 Smámynd: Aprílrós

Já ég held að allir eigi við þennan vanda einhverntímann á ævinni , ég fer í göngutúr helst strax eftir vinnu hjá mér.

Aprílrós, 3.9.2008 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband